Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 198
196
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
írsku curach). Beggja er getið í sögum af sjóferðum
Brendans ; húðkeips var getið í frásögninni af Kormak
hér að framan. Húðkeiparnir voru þannig gerðir, að fyrst
var búin til létt grind úr tré og viðjum, en hún síðan
klædd skinnum, allt að þreföldum. Þeim var bæði róið og
siglt. Gátu þeir verið býsna stórir, og hefur verið sýnt fram
á, að þeir hafi verið ágæt sjóskip.1) En svo léttir voru þeir,
að smábáta af þessu tagi mátti að kalla hafa í vasa sínum.
IX.
Nokkuð má af líkum ráða hugsunarhátt Papa. Þeir voru
munkar, höfðu hafnað gæðum heimsins og skyldum, lifðu
einlífi og eftir ströngum reglum, ræktu vandlega föstuhald
og önnur meinlæti. Yfirleitt munu þeir hafa verið einsetu-
menn, þeir hafa ekki lagt stund á að yrkja jörðina og fást
við aðra menningarlega iðju, eins og munkarnir gerðu
suður í löndum, heldur leituðu þeir guðs í einveru náttúr-
unnar í norðurheimi; hún veitti þeim næga fæðslu, og
tíminn leið við íhugun, bænalestur og sálmasöng. Tíða-
söng sinn höfðu þeir ekki aðeins um hönd í kirkju sinni
eða kofa, heldur einnig á ferðalagi og við fiskveiðar.2)
í fátækt sinni voru þeir frjálsir, pílagrímar, sem sveim-
uðu um eins og andinn bauð þeim.
Frumstæðir virðast þeir hafa verið þrátt fyrir tölu-
verða menntun og kunnáttu, frumstæðir í trú sinni sem
öðru. Mjög trúðu þeir á helga dóma og jarteiknir eða á
mátt sérstakra versa og sálma. Þannig höfðu þeir 118.
sálm Davíðs fyrir ferðamannabæn — sjálfsagt mikið
vegna þess, hve þar er oft talað um ‘veg’ (drottins); þann
sálm hafa þeir eflaust oft sungið, þegar þeir voru á ferð
hingað til íslands á húðkeipum sínum. Marga aðra sálma
og máttarorð færðu þeir sér í nyt; nefndu þeir þau brynj-
1) Sjá Joyce II 422 o. áfr.; Vilhj. Stefánsson, Ultima Thule 54
o. áfr.
2) Plummer, Vitae I cxvi nm.