Skírnir - 01.04.1994, Page 13
RITGERÐIR
ATLI INGÓLFSSON
Að syngja á íslensku
Fyrri hluti
það rennur FLJÓTT upp fyrir þeim sem leitar skilnings á tónlistar-
arfi þjóðarinnar að hann er mjög samofinn tungunni, enda fólst
tónlist okkar lengi vel ekki í öðru en því að syngja á íslensku. Því
ber hugann óðar að sambandi íslenskunnar og söngsins, sem þó
verður ekki krufið að nokkru gagni nema fyrst sé gætt að söng ís-
lenskunnar sjálfrar, eða að þeirri tónlist sem hún hefur að geyma
áður en sett er við hana lag. Þaðan er líklegt að reikað verði áfram
inn í kvæðaheiminn því hann er ein mikilvægasta heimild okkar
um íslenskt tón- eða hryneyra. Sá sem yrkir setur ekki aðeins
saman hugsanir, hann semur tónlist í brag sínum, og reyndar
verður merking ljóðsins ekki fyllilega ráðin nema jafnframt sé
hlustað eftir þessari tónlist.1 Þannig er um öll kvæði, og sérstök
ástæða er til að hafa þetta hugfast um fornkvæðin, því í aldaraðir
áttu þau varðveislu sína eingöngu undir hljóðbylgjum sem bárust
frá manni til manns, þótt nú sé einkum fjallað um þau sem bók-
menntir.
Tónlist ljóðsins kviknar af fundi tungunnar við braginn í vit-
und skáldsins. Rytmi þess er eins og samtal þessara tveggja, en
hvernig þau ræðast við veltur á umhverfinu sem þau hittast í, sál-
arlífi skáldsins. Að skoða þessa tónlist verður því ekki aðeins til
skilnings á tónlistararfinum, hún sýnir okkur jafnframt inn í
1 Orðið „merking" er notað í tvennum skilningi í því sem á eftir fer: Annars
vegar um tilvísun orða, eða inntak, sem oft er hægt að útskýra með öðrum
orðum, og er „merkingarsvið“ hér á eftir dregið af þessu. Hins vegar bregður
orðinu fyrir um fagurfræðilega eða sálræna merkingu, t.d. þegar sagt er að
staðsetning orðs hafi áhrif á merkingu þess. Þá er oftar en ekki verið að tala
um ósegjanlega merkingu, en engu að síður mikilvæga. Hin fyrri er efni í
kvæði, hin síðari afsprengi þess. Samhengið leiðir í ljós hvor skilningur orðs-
ins gildir hverju sinni.
Skírnir, 168. ár (vor 1994)