Skírnir - 01.04.1994, Page 14
ATLI INGÓLFSSON
SKlRNIR
sálina að baki tungunnar. Sálarlíf skáldanna birtist jafnvel skýrar í
spegli rytmans en í viðfangsefnum þeirra.
A öldinni sem nú líður hefur hljóðfall kvæða vaxið í ýmsar
áttir. Stíll, myndir eða hugsun hafa leitast við að bera formið uppi
án stuðnings hefðbundins bragar, og stundum virtist svo sem
skáld vildu sem minnst af hrynjandinni vita. En hrynjandin verð-
ur ekki flúin í ljóði. Auk orðanna sjálfra mynda efni, stíll og setn-
ingar hvert sína hrynjandi, og sá sem glímir við að mynda merki-
legt form hlýtur að taka afstöðu til hennar, ætli hann sér yfirleitt
nokkuð með list sinni.
Eftir nokkra hornsetu hljóðfallsins í kvæðum síðustu áratuga
má dæma af máli margra að nú sé hafin leit nýrrar festu í brag-
smíðinni, eða altént að æ meiri athygli beinist að rytmanum. Að
sinni virðist það frekar til að forðast ambögur en til að byggja
upp rytmíska aðferð. Sumir virðast þó álíta að stuðlaðir og rím-
aðir hættir eigi nýtt erindi við lesendur, og vissulega væri gáleys-
islegt að fullyrða að þessi bragvopn séu ónothæf. Aðrir hafa velt
því upp hvort ekki færu að fæðast einhver stöðluð form sem
mörg skáld myndu vinna með, hvert á sinn hátt. Markmið þessa
skrifs var að vísu ekki að leggja mat á þvílíkar hugmyndir. At-
huganir á tónlist bragarins eins og þær sem á eftir fara eru þó
vonandi skref í átt að því að samband bragar og merkingar hljóti
nýja athygli, en það er líklega forsenda allrar endurnýjunar.
I stuttu máli liggur leiðin hér frá tónlist til hugleiðinga um
bragfræði. Þaðan leggjum við upp í athugun á nokkrum formum
bragsögunnar og fylgjumst með því hvernig skilgreining vísu-
orðsins styrkist jafnt og þétt allt til þess er bragurinn verður full-
sterkur og leiðir af sér það sem nefna mætti segulvandann í sam-
bandi bragar og merkingard Því næst verða gaumgæfð verk
tveggja skálda sem hófu sig yfir vandann og standa af þeim sök-
um upp úr í kvæðahefðinni. Þar lýkur meginmáli ritgerðarinnar,
en í kjölfarið fylgja fáeinar hugleiðingar um raunverulega kveikju
þessarar rannsóknar, samband laglínu og Ijóðs. Á leiðarenda
2 Hér verður oft talað um skilgreiningu forma. Er þá ekki átt við fræðilega skil-
greiningu, eða útskýringu, heldur þau skynjanlegu einkenni sem gera formin
þekkjanleg fyrir þann sem hlustar.