Skírnir - 01.04.1994, Page 15
SKÍRNIR
AÐ SYNGJA Á ISLENSKU
9
verður það vonandi sýnt hversu gagnlegt getur verið að hafa eyr-
un opin fyrir þeim þætti skáldskaparins er lýsa má sem tónlist,
jafnt fyrir þá sem unna hefðinni sem og þá er leita að nýjum söng.
I
Laglína, sem til að heyra virðist einföld og heil, er í raun aðeins
yfirborðið á margslungnu fyrirbæri. Heild hennar má kljúfa
þannig að í ljós komi þær víddir sem í henni hrærast. Þetta er
raunar óhjákvæmilegt ef við viljum verða einhvers vísari um tón-
list laglínunnar. Það hvernig þessar víddir renna saman er afger-
andi fyrir tónlistina, svip hennar og eðli.
I tónfræðum eru víddirnar gjarnan nefndar „parametrar" tón-
listarinnar sem hér verður reynt að þýða með orðinu „kennivídd-
ir“. Kennivíddirnar eru bæði sálfræðilegar og raunverulegar.
Sumar helgast af því sem við væntum að heyra, aðrar taka til þess
sem við heyrum í raun. Hið reglulega taktslag sem liggur að baki
í hefðbundinni tónlist er nokkuð sem við væntum að heyra, það
er sálfræðileg kennivídd, en rytmi lagsins, þær nótur sem við
heyrum í raun, mynda raunverulega kennivídd, sem ýmist stað-
festir eða gengur gegn taktslaginu. Sama máli gegnir um ímynd-
aðan hljómagang og raunverulega tóna lagsins, annað er sálrænt
hitt raunverulegt, og dæmin eru auðvitað fleiri.
Sumt þess sem við væntum í lagi hefur það fengið í arf, því
stíllinn sjálfur felur það í sér. Aðrar væntingar sníður lagið sjálft
með látæði sínu. Hefjist það hratt, væntum við þess að framhald-
ið verði hratt, eða hafi það ákveðnar áherslur í fyrri hluta, vænt-
um við þeirra í þeim seinni.3
Hver kennivídd hefur eigið sköpulag. Fyrir skynjunina er hún
stundum þung, flytur miklar upplýsingar, en stundum léttvæg.
Þar sem skyndilega heyrist hár tónn innan um marga lægri nem-
3 Orðið vœnting er hér notað í algerlega vélrænum skilningi um afleiðingu skil-
yrðingar, og hefur því ekkert með vilja að gera. Þegar skynjunin þrykkir upp-
lýsingar í vitundina, mynda þær væntingu, og allar síðari viðbætur eru sjálf-
krafa bornar saman við þær þar til þær dofna og aðrar væntingar myndast. Að
við væntum ósjálfrátt ákveðins framhalds laglínu segir ekkert um hversu æski-
legt það er.