Skírnir - 01.04.1994, Page 17
SKÍRNIR
AÐ SYNGJA Á ISLENSKU
11
Alþýðleg laglína eða þjóðlag leitar tæpast þvílíkrar spennu
sem býr í stefi Mozarts. Þau lög sem okkur eru minnistæð fela þó
iðulega í sér einhvern áhersluleik, þótt lágværari sé.
Tónlist bragarins er áþekk laglínunni hvað samspil kennivídd-
anna varðar. Málvísindamenn hafa ýmis orð yfir þær kennivíddir
sem mynda ljóðið en hér liggur beint við að kalla þær raddir
bragarins. Líklega eru þær óteljandi, en í háttbundnum kveðskap
höfum við mest af fjórum þeirra að segja. Þær mætti nefna:
1) Rödd merkingarinnar, eða þær áherslur sem efni ljóðsins
myndar (getur skipst í notkun nafnorða, lýsingarorða, persónu
ræðunnar, ræðustíl, myndir og fleira). 2) Rödd setningarinnar,
eða þær áherslur sem felast í setningaskipan (getur skipst eftir
ýmsum setningarmynstrum). 3) Rödd framburðarins, eða þær
áherslur sem felast í framburði textans (óteljandi möguleikar á
skiptingu eftir notkun sérhljóða, samhljóða og áherslna málsins).
4) Hin bragfræðilega rödd, eða þær áherslur sem bragarhátturinn
sjálfur gerir ráð fyrir.
En hvað er bragarháttur?
Bragfræðinni hefur lengst af verið sniðinn þröngur stakkur
hérlendis. Oft virðist hún ekki annað en safn reglna eða skrá yfir
mögulegar og leyfilegar formgrindur, sem kallaðar eru bragar-
hættir. Svið hennar ætti í raun einnig að ná til þess hvernig reglur
og formgrindur verða til í skáldskap, og til sambands þeirra við
skáldskapariðjuna og tungunad
Með bragarhætti gefur skáldið ljóðinu skynjanlegt og skiljan-
legt ytra svipmót.4 5 Honum mætti líkja við net sem formið er ofið
á. Það fer eftir málinu sem ort er á hvaða einkenni framburðarins
4 Dæmi um bragfræðirannsóknir sem ná lengra en oftast hefur verið hérlendis
er rit Kristjáns Árnasonar málfræðings, Dróttkvœtt, Málvísindastofnun Há-
skóla íslands, Reykjavík 1992.
5 Hér hef ég orðið „svipmót" um nokkuð sem í raun varðar aðeins heyrnina,
því bragarháttur er umfram annað heyranlegt skipulag textans.