Skírnir - 01.04.1994, Page 18
12
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
gefast best í netið. I indóevrópskum málum tíðkast þrjár aðferðir
til að mynda heyranlegan brag, en þær geta blandast allavega í
meðferð skáldanna.
Fyrst er að nefna þegar áherslur málsins hlíta skipulagi skálds-
ins, oftast þannig að fjöldi þeirra verður jafn í öllum línum, en at-
kvæðafjöldi ræðst af aðstæðum. Það mætti kalla áherslubrag.
Fornyrðislagið er dæmi um áherslubrag. Þar eru megináherslur
tvær í línu, en atkvæðin geta orðið allt að níu. I kvæðinu Christa-
bel gerir enska skáldið Coleridge tilraun með hreinan áherslu-
brag, hefur fjórar áherslur í línu en atkvæði frá sjö til tólf.
Þá er hrynbundinn bragur, þar sem löngum og stuttum at-
kvæðum er raðað í ákveðið mót, myndaðir bragliðir eða rytma-
einingar (t.d. réttir tví- eða þríliðir, öfugir liðir, sléttir liðir ofl.),
og mótið er margfaldað frá erindi til erindis. Klassískur latneskur
bragur er þannig gerður.
I þriðja lagi mætti kalla það samstöfubrag þegar fjöldi atkvæða
í vísuorði setur forminu skorður, en áherslur geta staðið hvar sem
er. Franskir og ítalskir bragarhættir eru einkum þannig myndaðir
(nefna mætti franska tylftarbraginn, eða alexandríska háttinn, eða
ítölsku ellefukveðuna, endekasillöbuna).
Þessar aðferðir eru notaðar á líkan hátt af mörgum skáldum
og þannig verða til skilgreiningar á flokkum og tegundum
bragneta. Þess verður þó að gæta að rugla ekki saman skilgrein-
ingum og hljómi ljóðanna sjálfra. Skilgreiningin er sértæk. Hún
er aðeins eins konar meðaltal þess hvernig ákveðinn flokkur ljóða
myndar brag. Ljóðin víkja hvert og eitt frá þessu meðaltali eftir
ástæðum og eru hvorki betri né verri fyrir það eitt. Hreinn eða
réttur bragarháttur er í raun ekki til og enginn háttur er til á und-
an ljóðinu. Það er ljóðið sem myndar háttinn en ekki hátturinn
ljóðið. Hátturinn sem ljóðið myndar vísar reyndar oftast í minni,
eða hugmyndina um bragarhátt. Hann er mikilvæg viðmiðun fyr-
ir skynjun okkar á forminu, en er þó aðeins einn þeirra þráða sem
tónlist ljóðsins er spunnin úr.
Að svo mæltu er varla þörf að taka fram að of oft er talað um
að eitthvað sé rétt eða rangt kveðið og þá miðað við „hreinan"
hátt. Það segir okkur næsta lítið um ljóðið. „Rétt“ er ekki endi-
lega vel kveðið, og „rangt“ ekki illa.