Skírnir - 01.04.1994, Page 26
20
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
upplýsingar. Eldri gerð fornyrðislagsins skilgreinist sem fyrr seg-
ir nær eingöngu af áherslunum tveimur. Við höfum enga vænt-
ingu sem línulengd varðar, þykir jafnlíklegt að hún telji fjögur at-
kvæði og t.d. sjö atkvæði. Þetta veldur því að upplýsingamáttur
línulengdarinnar sjálfrar er enginn, meðan hún er innan hinna
eðlilegu marka. Þar sem mögulegar línur eru bara tvær, þ.e. rétt
og röng (röng er of löng eða of stutt) og bara önnur þeirra heyrist
eru það engar fréttir að hún skuli heyrast.
A þessari fljótandi líriu rísa áherslurnar tvær. Þótt stundum
virðist þær hneigjast að reglulegu taktslagi (eins og í broti af
Sigurðarkviðu og Guðrúnarkviðu inni fyrstu), er oftar eins og
risin lifi eigin lífi án tillits til nærliggjandi lína (sjá Atlakviðu eða
Hamdismál). Lifi þau eigin lífi eins og fljótandi punktar á fljót-
andi línu hefur skynjunin enga fasta viðmiðun, risin er ekki hægt
að staðsetja í rytmísku samhengi. Vissulega má bera línurnar
saman, en það er innihaldslaust þegar skilyrði samanburðarins
eru óljós. Ný lína bætir engum rytmískum upplýsingum við þá
fyrri. Textinn er nær áherslumerktum prósa en brag.15 Þar sem
hins vegar örlar á taktslagi breytir það þegar þýðingu hinna
óreglulegu lína. Við tökum að bera þær saman og skynja formið
skýrar sem margtekningu sama mynsturs, og orðin geta tekið lit
af mynstrinu. Merking orðanna er þó enn megintryggingin fyrir
samhengi formsins í eldri gerð fornyrðislags.
Hugsum okkur að á bak við yngri gerð háttarins, sem áður
var lýst, sé sértæk grind þar sem atkvæðafjöldi hlítir boðreglu.
Þetta breytir miklu um það hvernig við heyrum formið. Líkja
mætti línunni við fjögurra nótna stef þar sem einhverjar tvær
nótnanna eru lengri og bera áherslu (þar sem risatkvæði voru
jafnan löng). Þá fáum við sex mögulega rytma. Ef leyft er að í
stað annarrar löngu nótnanna komi tvær styttri, eins og raunin er
í fornyrðislaginu, verða mögulegir rytmar alls átján. Hin afmark-
aða lína myndar nú grunninn sem einhver hinna átján möguleika
rís á. Upplýsingamáttur rytmans er nú mikill þar sem hver lína
15 Eins og greina má af samhenginu er orðið „prósi“ hér notað sem andstæða
bundins rytma, en ekki ljóðs, enda getur prósi ekki verið andheiti ljóðs.