Skírnir - 01.04.1994, Page 32
26
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Þrjár sjálfstæðar rytmaraddir leika hér saman á sterkri grind.
Hver þeirra er harla fyrirsjáanleg ein og sér. Stuðlar oddalínanna
lenda á tveimur af þremur risum (sem gefur alls þrjá möguleika á
dreifingu stuðla), innrím helgar sér tvö af þremur risatkvæðum (3
mögul.), og algengasta skipan risatkvæðanna í línunni er þrenns
konar, þannig eigum við helst von á einum af þremur möguleik-
um er þau varðar.22 Hver þessara radda virðist hafa lítið svigrúm.
Hlustum við hins vegar á samspil þeirra, á þann rytma sem þær
mynda saman höfum við minnst 27 mögulegar oddalínur (3x3x3),
en minnst 9 sléttar. Ef litið er á línuparið sem einingu hefur það
því minnst 243 mögulega rytma (9x27).
Nú andæfir einhver og segir að raunveruleg rytmaslög í sex
atkvæða línum með þremur risum geti ekki orðið svo mörg að
mögulegar línur verði 27; segir að hér séu kallaðir ólíkir rytmar
þegar innrím er á 1. og 3. risi og stuðlar á 2. og 3. annars vegar og
þegar stuðlar eru á 1. og 2. risi en innrím á 2. og 3. hins vegar,
meðan í raun séu skynrænar áherslur í báðum tilfellum eins, þ.e. á
öllum risum. Þessi athugasemd gefur ástæðu til að kanna frekar
lóðrétta byggingu vísuorðsins sem áður var nefnd.
Með lóðréttri byggingu er hér átt við hversu hátt atkvæðin
rísa í skynjuninni. Aður réðist það að mestu af venjulegri fram-
sögn málsins en nú hafa þar tæki bragarins mikið að segja. Þau
ein gefa atkvæðunum fimm ólíkar einkunnir, eftir því hversu
margir „áhersluhvatar“ mætast á þeim. Þannig eru línurnar tvær
sem andæfandinn nefndi síður en svo jafngildar í skynjuninni.
Þær mynda tvær ólíkar laglínur. Þótt áherslur falli á sömu slög er
mikill munur á styrk þeirra milli vísuorðanna.
Lóðréttu bygginguna mætti kortleggja svo hún verði sýni-
legri. Búum til áherslustiga sem atkvæðin klífa eftir þessum regl-
um: Ahersla í hljóðmagni, lengdaráhersla, stuðull og skothending
22 Algengustu gerðir vísuorða í dróttkvæðinu eru: a) -u-u-u b) —uu-u og c)
U—u-u, þar sem sterku atkvæðin eru löng og bera áherslu, en veiku atkvæð-
in eru stutt en geta borið áherslur í framburði (t.d. 4. atkv. í b) (sjá Kristján
Árnason, sbr. nmgr. 4).