Skírnir - 01.04.1994, Page 36
30
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
tónhendingu. Oft er jafnframt greinileg tilfinning fyrir fylld í
samsetningu erindisins.30
Sundurliðun efnisins er til þess fallin að styrkja heildarsvip er-
indisins og segja má, að eins og tilfinning fyrir vísuorði fæddist í
fornyrðislaginu þá verði nú til hugmyndin um heild vísunnar;
vísu þar sem merkingarsviðið myndar sterka listræna heild með
bragnum, en ber þó ekki þunga af formskilgreiningunni. Það rað-
ast eins og mósaík úr steindu gleri á tilbúna stoðgrind. Þótt ávörp
eða myndir séu umorðaðar og endurteknar spillir það síst heldur
hleypir aðeins meira ljósi í gegn og undirstrikar eðli formsins: Að
syngja ótal tilbrigði um sama stef, að deila niður sama rými, í
brag og merkingu, á marga vegu.
Jafnt lærðum sem leikum síðari tíma hefur gengið illa að setja
sig inn í þann smekk sem dróttkvæðið vitnar um. Við höfum ver-
ið illa sýkt af skynklofanum og gleymt að fyrir dróttskáldunum
hefði skipting kvæðisins í „form“ og „innihald" verið allsendis
óskiljanleg. Þessi skipting hefur leitt til óréttmætra dóma um
„skáldskapargildi“ og „íþrótt" dróttkvæðisins. I ljósi þess sem þeg-
ar er sagt mætti reyna að bera af því ómaklegustu höggin: 1) Sú
aðfinnsla er algeng að innihald kvæðanna sé harla fátæklegt þegar
allt kemur til alls. Eg bendi á að innihaldið er ekki efni kvæðisins.
Það er ekki annað en átylla til myndflúrs, það tryggir að ákveðnir
merkingarlegir þræðir bindi myndirnar saman en er síður en svo
undirstaða formsins. I tónlist miðalda voru þekktar laglínur oft
notaðar sem bindingar og spunninn kringum þær flókinn kontra-
punktur. Á endanum var útilokað að þekkja mætti upprunalegu
laglínuna, og það skiptir engu máli fyrir skynjun og merkingu
heildarinnar.
2) Dróttkvæðin þykja fráhrindandi vegna þess hve tyrfin þau
eru. Af því sem á undan fer er ljóst að tyrfnin er forminu eðlis-
læg: Hún segir okkur að tilvísunin, innihaldið, skiptir ekki
höfuðmáli; eða ætlar einhver skáldunum þá heimsku að nota hið
30 Fylld (e. „complementarity") er mjög mikilvægt hugtak í tónlist og á t.d. við
um það þegar ein rödd fyllir þær eyður, í tónhæð eða rytma, sem önnur rödd
myndar. Snorri bendir á merkingarlega fylld sem bragvopn, og kallar refhvörf
(Háttatal, vísur 18-23).