Skírnir - 01.04.1994, Page 40
34
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
irnir rytmíska eiginleika málsins sjálfs að miklu leyti. Dróttkvæði
hátturinn er afkvæmi hinnar fjölbreyttu en skýrt mörkuðu hrynj-
andi forn-íslenskunnar. I frönsku er áhersla orða alltaf á síðasta
hljómandi atkvæði og í frönskum bragarháttum var eina fasta
áherslan gjarnan á síðasta atkvæði vísuorðsins. Enskan hefur
óvenju mörg eins atkvæðis orð, og smáorð og aðalorð skiptast
þar reglulega á. Þetta leiðir mjög eðlilega af sér öfuga tvíliðinn
sem einkennir vísuorð flestra hefðbundinna hátta á enska tungu.
Eitthvert sérkenni er þannig margfaldað í forminu og úr verð-
ur stílfærð mynd af tungunni, rétt eins og þegar málari stílfærir
sjónheiminn með því að margfalda eitt form hans, t.d. þríhyrn-
inginn. Hversu heillavænlegt þetta er ræðst af fjöllyndi formsins
sem margfaldað er, hvort það má fella að veruleikanum á marga
vegu, og hvort það hlýtur nýja merkingu í hvert sinn sem það
birtist eða ekki. (M) punkturinn á kúrvunni hér að ofan er
ímyndaður hápunktur stílfærslunnar: Hann merkir mettun text-
ans, en merkir jafnframt ástand þar sem möguleikar tungunnar að
falla að bragnum eru flestir miðað við styrk bragarins. Þetta sam-
svarar því að myndlistarmaðurinn margfaldi í verki sínu það form
sem er algengast miðað við hversu sérkennilegt það er.34
Sennilega er dróttkvæðið sá íslenski háttur sem næst kemst
(m) punktinum. Fram að því hefur bragurinn smám saman
styrkst, fyrst að stuðlum, síðan línulengd, og loks með innríminu.
Er enn hægt að herða á reglum án þess að hnikast til hægri á
kúrvunni?
Hrynhátturinn virðist að upplagi felast í því að lína drótt-
kvæðisins er aukin um einn braglið. Stuðlar og innrím ættu því
að hafa meira svigrúm. Við gætum reiknað hversu margar mögu-
legar rytmalínur þetta gefur, en sá reikningur væri nú villandi, þar
sem að baki háttarins er annað eyra en í dróttkvæðinu. Þar bjó
34 Einkenni bragarins mótast þó ekki alltaf af tungunni eins og hún er töluð.
Þegar bragur er fluttur á milli mála er það gjarnan hann sem ákvarðar hljóm
tungunnar og margfaldar í forminu einkenni sem skáldið vill að tungan hafi, í
það minnsta í því ljóði. Sá framburður sem okkur virðist eðlilegastur er ekki
alltaf sá sem best dregur fram byggingu ljóðsins (þótt vitaskuld eigi byggingin
ein ekki að stjórna framburðinum).