Skírnir - 01.04.1994, Síða 47
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
41
guð, sem var vörður og verndari hinna friðsömu og starfsömu
bænda“ (Sigurður Nordal 1954, 117). Og þær andstæður sem Sig-
urður teflir fram með Óðni (goði víkinga, höfðingja, hermanna;
„verður aldrei goð alþýðu“ (sama rit, 110)) og Þór (goð bænda og
alþýðu) eru villandi. Staðhæfing Óðins í 24. vísu Hárbarðsljóða,
sem Sigurður vitnar í máli sínu til stuðnings - „Óðinn á jarla / þá
er í val falla, / en Þór á þræla kyn“ - veit sérstaklega að hug-
myndum um hetjulíf eftir dauðann og er því ærið vafasöm heim-
ild um dýrkun þessara goða, enda mun Þór hafa verið tignaður af
höfðingjum ekki síður en alþýðu, eins og raunar verður ráðið af
fornum sögum. Lýsing Fagurskinnu á veisluerfi Haralds konungs
Gormssonar nefnir þau full sem eigna skyldi „inum ríkustu
frændum sínum eða Þór eða öðrum guðum sínum“ (IF 1985,
124). Frásögn Snorra af þrænskum höfðingjum sem reyna að
kúga Ólaf Tryggvason til blóta á Mærini „sem hér hafa gert aðrir
konungar fyrir þér“ nefnir ekkert goð nema Þór, en hann „var
mest tignaður af öllum goðum.“ (ÍF 1941, 317). A hinn bóginn
verður þess að gæta að seiður, galdur, rúnir og skáldskapur áttu
rætur sínar að rekja til Óðins en töldust þó engan veginn séreign-
ir víkinga eða höfðingja. Haraldur hárfagri og aðrir konungar
voru andvígir seið og seiðmönnum. Stéttamunur sá sem var með
Kveld-Úlfi og höfðingjum á borð við Vémund konung í Firða-
fylki mun naumast hafa verið svo skarpur að ástæða sé til að gera
ráð fyrir sundurleitum trúarháttum þeirra. Afstaða Egils og for-
feðra hans til þjóðhöfðingja mun sennilega hafa komið heim og
saman við það sem Ketill raumur, ríkur bóndi og afi Ingimundar
gamla, minnist í Vatnsdælu: „Það var ríkra manna siður, konunga
eða jarla, vorra jafningja, að þeir lágu í hernaði og öfluðu sér fjár
og frama“ (ÍF 1939, 5).
Sú vitneskja sem ráðin verður um Óðin af bundnu máli Eglu
er býsna drjúg, en hér er ekki ástæða til að rekja hana nema að
litlu leyti. Skáldið segist hafa átt gott við geirs drottin (Óðin) og
gerst tryggur að trúa honum.6 Slíkt mun ekki lýsa trúhvörfum frá
6 Skemmtilegt er til þess að vita að tveim myndum sem brugðið er upp af Agli í
sögunni svipar mjög til lýsinga á Óðni í dulargervi: „Hann hafði dregið hött
síðan yfir hjálm“ (167) og „hann hafði síðan hatt yfir hjálrni" (178).