Skírnir - 01.04.1994, Page 48
42
HERMANN PÁLSSON
SKlRNIR
Þór til Óðins heldur einhvers konar reynslu sem engin grein er
gerð fyrir. Vel má hugsa sér að í brjósti Egils hafi trú hans á mátt
sinn og megin lotið í lægra haldi fyrir ofurvaldi skáldskaparguðs-
ins; víkingurinn sem löngum hafði staðið í vígum velur sér í
trausti Óðins íþrótt orðsins jafnhliða list sverðsins; skáld og her-
menn dýrkuðu Óðin hvorir með sínu móti. En nú veldur Óðinn
flaumslitum, eins og fram kemur í síðari hluta 22. vísu Sonator-
reks (255), og er hér komið að stefi sem finnst annars staðar í
fornum kveðskap að Óðinn sé brigður vinur: „Illt’s Óðin að eiga
/ að einkavin“ (Örvar-Odds saga 1892, 91). í 110. vísu Hávamála
er spurt „hvat skal hans tryggðum trúa?“, eftir að karl hafði unn-
ið baugeið (Eddukvœði 1949, 1:51). Setningin „einn veldr Óðinn
/ öllu bölvi“, í 34. vísu Helgakviðu Hundingsbana II (sama rit,
1:250) felur í sér hugmynd sem bregður víðar fyrir. Síðar í
Sonatorreki kveðst Egill ekki blóta Óðin af því að hann sé gjarn
að gera slíkt, og þar virðist birtast sú tregða til blóta sem þeim
mönnum var í brjóst lagin sem trúðu á mátt sinn og megin. Er-
indinu lýkur með þeirri játningu skáldsins að Óðinn hafi fengið
Agli bölva bætur: gefið honum ekki einungis vammi firrða íþrótt
skáldskapar, heldur einnig það geð sem gerði viðsjála menn að
berlegum óvinum. I efsta erindi minnist skáldið Heljar, gyðju
dauðans, úti á nesinu þar sem lífvana synir hans hvíla í haugi afa
síns.
Rán og Ægir
Kenningarnar ölsmiður, í 8. vísu Sonatorreks (249) og hrosta
hilmir í 19. vísu sama kvæðis (253) koma vel heim við hugmyndir
Snorra um Ægi, svo sem í lýsingu á veislunni frægu í Skáldskap-
armálum (Edda Snorra 1949, 147-48). Svipuðu máli gegnir um
ásakanir skálds í garð Ránar í 7. vísu Sonatorreks (248), enda er
gyðjunni víðar í fornum letrum kennt um drukknun. 1 Eyrbyggju
er vel fagnað sjódauðum mönnum sem sækja erfi sitt: „[...] þetta
þótti góður fyrirburður, því að þá höfðu menn það fyrir satt að
þá væri mönnum vel fagnað að Ránar ef sædauðir menn vitjuðu
erfis síns. En þá var enn lítt af numin forneskjan, þó að menn
væru skírðir og kristnir að kalla“ (IF 1935, 148). Ránar er einnig