Skírnir - 01.04.1994, Page 49
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
43
minnst í Fóstbrœðra sögu\ „[...] reyndu þá Ránar dætur drengina
og buðu þeim sín faðmlög [...]“ (Membrana Regia 1960, 90).
Freyja
Þorgerður Egilsdóttir kemur heim til Borgar þegar faðir hennar
hefur læst sig inni í lokrekkju þrjá daga, yfirbugaður af harmi,
einráðinn að svelta sig í hel. Þá segir hún hátt í áheyrn föður síns:
„Engan hefi eg náttverð haft og engan mun eg fyrr en að Freyju.
Kann eg mér eigi betri ráð en faðir minn. Vil eg ekki lifa eftir föð-
ur minn og bróður" (244). Þótt sagan geti þess ekki hverja gist-
ingu Egill hugsar sér eftir að ævina þrýtur, þá er örðugt að gera
ráð fyrir öllu líklegri stað en Valhöllu, jafnvel þótt Óðni hafi
láðst að senda skáldinu heimboð, eins og Ragnari loðbrók forð-
um, sem lét þó raunar lífið í ormagarði en ekki á vígvelli/ Þótt
Egill væri úrkula vonar um að verða vopndauður, hafði hann
snúið svo mörgum til Valhallar að hann gat vænst þess að fá þar
inni sjálfur. Hins vegar virðist Þorgerður búast við gistingu á
Fólkvangi, bústað Freyju, enda var sú gyðja talin svo máttug að
hvar sem hún ríði til vígs eigi hún helming þeirra sem falla, svo
sem hermt er í 14. vísu Grímnismdla: „halfan val / hon kýss
hverjan dag / en halfan Óðinn á“ (Eddukvœði 1949, 87-88).
Freyr og Njörður
Þessir feðgar fylgjast tvívegis að í kveðskap Egils, enda er Freyr
talinn sonur Njarðar í öðrum kvæðum. I síðara helmingi vísu sem
hann yrkir Eiríki blóðöx til forbæna ákallar hann þá báða, biður
að þeir flæmi kúgara fólksins af löndum sínum: „Fólkmýgi lát
flýja / Freyr ok Njörðr af jörðum“ (163). Slíkt virðist vera berg-
mál frá hinum heiðna baugeiði: hjálpi mér svo Freyr og Njörður
og ás inn almáttki. Hitt stafar frá misskilningi að ás inn almáttki í
eiðnum, landás í 19. lausavísu Egils og landálfur í 20. lausavísu
ær
7 í 29. vísu Krákumála orðar Loðbrók þetta svo: „Heim bjóða mér dísir / þ;
er frá Herjans höllu / hefir Óðinn mér sendar“.