Skírnir - 01.04.1994, Side 51
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
45
„Hræðumk eg við Óðins [...] reiði“ hermir Sighvatur skáld eftir
sænskri konu í Austurfararvísum.
blót
Vitneskja í Eglu um forna blótsiði kemur heim við aðrar frásagn-
ir. Getið er um fjölmennt haustblót á Gaulum, en ekki verður
ráðið af frásögn hvort blótað var þar í móti vetri til árs, eins og
hermt er í Ynglinga sögu (IF 1941, 20), ella þá fylgt þeim forna
sið að fagna vetri um veturnætur og blóta Frey, eins og nefnt er í
Gísla sögu (Membrana Regia 1960, 33).Um svipað leyti árs voru
haldin svo kölluð dísablót. Þeirra er aldrei getið hérlendis, en
Glúma (IF 1956, 17) nefnir slík blót á Vörs um veturnætur, og
Egla sjálf getur um dísablót í Atley á Fjölum (107). Það var háð
að haustlagi, rétt í þann mund sem Þórólfur situr brúðkaup sitt.
Dísablót munu hafa verið tengd við dýrkun þeirra Freys og
Freyju. Árstíðin virðist benda í slíka átt, og hitt hefur löngum
þótt merkilegt að eitt af heitum Freyju var Vanadís; skylt er að
minnast Uppsala í Svíþjóð, þar sem bæði dísablót og Freys-
dýrkun stóðu með miklum blóma (ÍF 1941, 57-58; ÍF 1945, 109
nmgr. 1).
Á ýmsum stöðum er þess getið að blótað væri móti sumri til
sigurs eða friðar,9 enda kemur engum á óvart slík athöfn í Eglu:
„Það var um vorið að blót mikið skyldi vera að sumri á Gaulum.
Það var ágæst höfuðhof; sótti þangað fjölmenni mikið ór Fjörð-
um og af Fjölum og úr Sogni“ (124).10 Of hættumikið þótti að
Egill færi til blóts, en þó „skal Þórólfur blóta og leita heilla þeim
bræðrum.“" 1 þrá við þá miklu hofshelgi sem ríkti á Gaulum,
9 Sjá Ólafs sögu helga (ÍF 1945, 180), Ynglinga sögu (ÍF 1941, 20 og 70) og
Vatnsdalu (IF 1939, 67).
10 í Landnámu er getið um landnámsmann frá Gaulum sem fór utan þriðja hvert
sumar að blóta að hofi því er móðurfaðir hans hafði varðveitt (ÍF 1968, 368 [S
368]). Hér virðist vera um að ræða sama höfuðhof og minnst er 1 Eglu.
11 Þess eru ýmis dæmi að menn leituðu sér heilla við blót, sbr. Landnáma (ÍF
1968, 42 [SH7]), Bárðar saga (ÍF 1991, 163) og Færeyinga saga (1967, 44).