Skírnir - 01.04.1994, Side 56
50
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
bönnuðu og sögðu að vera myndi fjöikynngi Finna í fýsi hans“
(IF 1941, 29). Þeim Sleggju og Járnnef í Hálfdanar sögu Brönu-
fóstra (Fornaldar sögur 1950, IV:300) verður ekki skotaskuld úr
að seiða til sín fólk. Viðbrögð Egils við seið Gunnhildar eru mjög
á þá lund sem menn gætu helst búist við: „Þá gerðist Egill ókátur,
og var því meiri ógleði hans er meir leið á veturinn" (177), enda
er seiðurinn þá farinn að bíta, þótt mikið haf skilji England frá
Borg á Mýrum. Ahrif seiðsins eru áþekk því meini sem Þorgrím-
ur nef veldur Gísla Súrssyni með seiðslu sinni: að „hann megi sér
hvergi ró eiga á landi.“ (Membrana Regia 1960, 37). Egill bíður
sumars og siglir þá til Englands í því skyni að hitta Aðalstein
konung, en þó varð sú raun á að hann braut skip sitt við Humru
mynni; skreppur þaðan á fund Blóðöxar sem þá er landvarnar-
maður Englakonungs fyrir Skotum og Irum. Seiður Gunnhildar
hafði þau áhrif sem hún gerði til.13
hamhleypa
I Jórvík fær Egill eina nótt til að yrkja Höfuðlausn, svo að hann
geti sloppið þaðan úr greipum Blóðöxar; um miðnætti spyr vinur
hans hvað líði um kvæðið, fær það svar að ekkert sé ort. „Hefir
hér setið svala ein við glugginn og klakað í alla nótt, svo að eg
hefi aldregi beðið ró fyrir," segir hið sámleita skáld. Þá snarast
Arinbjörn upp á húsið og tyllir sér niður utan við gluggann þar
sem svalan hafði áður setið. „Hann sá hvar hamhleypa nokkur
fór annan veg af húsinu" (183). Þótt ekki sé skýrar að orði kveð-
ið, þá er augljóst að hér hefur Gunnhildur verið á róli, skáldinu
til angurs og ama. Ekki er þetta eina dæmi þess í fornum letrum
að farið sé hamförum í svölu líki; fræg er ferð Hreggviðar frá
Hólmgarði til Danmerkur sem lýst er í Göngu-Hrólfs sögu (Forn-
aldar sögur 1950,111:90 og 204). Hamur annarra fugla var notað-
ur í sama skyni, svo sem arnar (Óðinn, Suttungur, Þjassi), vals
(Freyja), álftar (Ölrún, Svanhvítur, Alvitur), kráku (óskmær
13 Höfuðritið um seið er Dag Strömbáck, Sejd. Textstudier i nordisk religions-
historia (1935). Sjá einnig Fran^ois-Xavier Dillmann, „Seiður og shamanismi í
Islendingasögum" (1992).