Skírnir - 01.04.1994, Page 59
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
53
níðstöng
Þær römmu bölbænir í bundnu máli sem Egill biður konungi
benda til magnaðrar fjölkynngi; skáldið ákallar goðin (bönd),
biður þau hrekja konung úr landi og gjalda honum svo fyrir að
ræna Egil fé sínu; „reið séu rögn og Óðinn“, kveður Egill, og
kallar goðagremi yfir Blóðöx; Freyr og Njörður, látið kúgara
þjóðarinnar flýja af jörðum sínum, og megi landvættur firrast
þann mann sem grandar heilögum véum (163). Eftir að Eiríkur
hefur gert Egil útlaga fyrir endilangan Noreg og dræpan hverjum
manni, snýr skáldið sér enn á ný að landvætti Noregs og kvartar
undan því að vera flæmdur burtu af slíkum lögbrigði, sem lét
glepjast af eiginkonu sinni. „Gunnhildi á eg gjalda þenna land-
rekstur. Ungur gat eg vísað öllu hiki á bug og launað mönnum
svik“ (165).
Nú er hefndar Egils-skammt að bíða: Hann tók í hönd sér
heslistöng og gekk á bergsnös eina sem vissi til lands og setti
hrosshöfuð upp á stöngina. Síðan veitti hann formála og mælti
svo: „Hér set eg upp níðstöng, og sný eg þessu níði á hönd Eiríki
konungi og Gunnhildi drottningu,“ - hann sneri hrosshöfðinu
inn á land, - „sný eg þessu níði á landvættir þær er land þetta
byggja, svo að allar fari þær villar vega, engi hendi né hitti sitt
inni, fyrr en þær reka Eirík konung og Gunnhildi úr landi.“ Síð-
an skýtur hann stönginni niður í bjargrifu og lét þar standa; hann
sneri og höfðinu inn á land, en hann reist rúnar á stönginni, og
segja þær formála þenna allan“ (171).18 Hótanir Egils í garð land-
vætta minna á 155. vísu Hávamála.
Tiltektir Egils á Hörðalandi eru af sama tagi og athafnir Jök-
uls og Faxa-Brands í Vatnsdœlu: Þeir koma í ofsaveðri á hólmstað
fyrir neðan Borg í Víðidal og „tóku súlu eina og báru undir garð-
inn; þar voru og hross er þangað höfðu farið til skjóls í hríðinni.
Jökull skar karlshöfuð á súluendanum og reist á rúnar með öllum
18 Eins og Sigurður Nordal bendir á (ÍF 1933, 171-72 nmgr. 1), þá minnir athöfn
Egils á galdrasiði frá síðari öldum (sbr. Þjóðsögur Jóns 1954-61, 1:436, 517 og
víðar).