Skírnir - 01.04.1994, Page 61
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
55
urleitum hlutverkum að fornu. Nú þykir ekki ósennilegt að frá-
sagnir Eglu af rúnum kunni að vera reistar á veruleika. Um leið
og Þorgerður hvetur föður sinn til að yrkja erfikvæði eftir Böðv-
ar lætur hún sinn skerf fljóta með: „en eg mun rísta á kefli" (245).
Notalegt er til þess að hugsa að ýmsar heimasætur og húsfreyjur í
heiðnum sið kunnu að hafa verið bæði læsar og skrifandi. Hitt
kemur mönnum síður á óvart að Egill sjálfur reist stangarníð í
rúnum, og er þá komið að fjölkynngi, enda var þar um meinrúnir
að ræða.
Aðrar rúnir Egils teljast til bóta. Þau Gunnhildur drottning og
Bárður í Atley blanda ólyfjani í drykk Egils; Bárður signdi síðan
fullið, fékk það ölselju sem færir Agli. Hann stakk hnífi í lófa sér,
tók við horninu, reist á rúnar, reið á blóðinu og fór með svofelld-
an formála: „Ristum rún á horni, / rjóðum spjöll í dreyra." Svo
mikill kraftur fylgdi orðum Egils og athöfnum að hornið sprakk í
sundur, en drykkurinn fór niður í hálm (109). í 8. vísu Sigur-
drífumála segir glöggt: „Full skal signa / ok við fári sjá / og verpa
lauki í lög; / þá ek þat veit, / at þér verðr aldri / meinblandinn
mjöður.“ (Eddukvæði 1949,11:308).
manrúnir
Drjúgum magnaðri er þó frásögnin af rúnakunnáttu Egils austur
við Eiðaskóg. Ung heimasæta þjáist af mikilli kröm og er sem
hamstoli; bóndasonur úr grenndinni hafði ætlað að rista henni
manrúnir en allt fór í handaskolum hjá pilti. I Hávamálum, 161.
vísu, kemst Óðinn svo að orði: „Þat kann ek it sextánda: / ef ek
vil ins svinna mans / hafa geð allt ok gaman, / hugi ek hverfi /
hvítarmri konu / ok sný ek hennar öllum sefa“ (sama rit, 1:65).
En slík list var austrænum durgi um megn, enda vissi hann ekki
hvernig átti að rísta. Misheppnaðar manrúnir reyndust stúlkunni
bölrúnir; þær gerðu mein hennar öllu verra en áður, enda kunni
kauði ekki nóg í rúnafræðum. Þó tókst Agli með bótrúnum að
lækna meyna og gefur þessi varnaðarorð: „Skala’t maður rúnar
rista, / nema ráða vel kunni“ (230). Gutlari hafði villst á myrkv-
um staf. Egill lætur taka stúlkuna úr rúminu, og finnur þar rúnir
með tíu launstöfum.