Skírnir - 01.04.1994, Page 62
56
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
tdlkn
Hvalskíði hafa löngum verið notuð til galdra. A tálknið sem
bóndadóttur var gert til böls hefur verið telgdur sléttur flötur,
rétt eins og galdranornin í Viðvík fór að við rótartréð forðum:
„Hún lét telgja á lítinn flatveg þar gniðað var; síðan tók hún kníf
sinn og reist rúnar á rótinni og rauð í blóði sínu og kvað yfir
galdra“ (ÍF 1936, 249-50). Þegar Egill hafði lesið rúnirnar á tálkn-
inu telgdi hann þær af og skóf í eld niður. Slíkt kemur margkunn-
ugu fólki síst á óvart; samkvæmt 136. vísu Hávamála tekur eldur
við sóttum. Bragða-Mágus, sem hafði miklu meiri vísindi í brjósti
en menn vita og sór sig glögglega í ætt við Óðin, vindur tálkn-
sprota undan heklu sinni og lýstur honum á hallarvegginn með
hinum undarlegustu afleiðingum; í annað skipti opnar hann lás
með þessum sama sprota, og minnir slíkt enn á mátt Óðins
(Mágus sagajarls 1916, 112 og 120. Sjá einnig: ÍF 1941, 19).
VI. Haugfrœði
haugsgerð
Þeir bræður Herlaugur og Hrollaugur voru konungar yfir
Naumudal. Þegar þeir fréttu af herferð Haralds lúfu „þá gekk
Herlaugur í haug þann með tólfta mann er áður höfðu þeir gera
látið þrjá vetur. Var síðan haugurinn aftur lokinn,“ en Hrollaugur
veltist úr konungdómi (7). Sama sögn er í Heimskringlu og víðar.
Svipuð örlög valdi Agði jarl sér, eins og segir frá í Þorsteins þœtti
bœjarmagns: „Hann lét gera sér haug [...] og gekk þar í með mik-
ið fé“ (Fornaldar sögur 1950, IV:343). Um Agnar nokkurn í Hálf-
danar sögu Eysteinssonar segir að hann yrði hinn mesti spellvirki,
dró saman mikið fé, „gerði sér haug mikinn og gekk þar í kvikur,
sem faðir hans hafði gert, með alla skipshöfn sína og trylldist á
fénu“ (sama rit, IV:295).
I Ynglingatali greinir Þjóðólfur frá langfeðgum Rögnvalds
heiðumhæra; er þar sagt frá dauða hvers þeirra og legstað (IF 1941,
4). Höfundur Eglu minnist þess hvar og hvernig Egill og nánir
ættingjar hans voru heygðir. Um Þórólf Kveld-Ulfsson sem féll
norður á Hálogalandi er haugs að vísu ekki getið berum orðum:
„bjuggu þeir um lík Þórólfs eftir siðvenju svo sem títt var að búa