Skírnir - 01.04.1994, Page 63
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
57
um lík göfugra manna; settu eftir hann bautasteina“ (55). Hér
skal þó vitna í svo kölluð lög Óðins í Ynglinga sögu:
En eftir göfga menn skyldi haug gera til minningar, en eftir alla þá menn
er nökkuð manns mót var að skyldi reisa bautasteina (IF 1941, 20).
Þórólfur Skalla-Grímsson ber beinin á Englandi. Eftir orrust-
una á Vínheiði finnur Egill bróður sinn látinn; „hann tók upp lík
hans og þó, bjó um síðan sem siðvenja var til. Þeir gerðu haug
mikinn21 og settu Þórólf þar í með vopnum sínum öllum og klæð-
um; síðan spennti Egill gullhring á hvora hönd honum áður hann
skildist við; hlóðu síðan að grjóti og jósu að moldu“ (141-42).
Kveld-Ulfur andast í hafi, er lagður í kistu og skotið fyrir
borð, rekur að landi. „Fluttu þeir kistuna á nes það er þar varð,
settu hana þar niður og hlóðu að grjóti" (72). Enginn veit með
vissu hvert nes þetta var en hins vegar var Skalla-Grímur heygður
á framanverðu Digranesi og Egill á Tjaldanesi í Mosfellssveit.
Engin tilviljun mun hafa ráðið því að þrír feðgar eru heygðir á
nesjum út við sjó. Samkvæmt Ragnars sögu loðbrókar andaðist
Ivar beinlausi á Englandi og hafði mælt svo fyrir að hann yrði
færður þangað sem herskátt væri „og þess kveðst hann vænta að
þeir mundi eigi sigur fá er þar kœmi að landinuf enda tók Har-
aldur harðráði land á þeim slóðum áður hann féll þar vestra. Vil-
hjálmur bastarður hafði hins vegar rænu á að láta brjóta haug
ívars, brenna ófúið lík hans á báli og sigra síðan England (Forn-
aldar sögur 1950, 1:280). Víðar er þess getið að fornmenn væru
heygðir við sjó, ekki einungis ýmsir konungar sem minnst er í
fyrsta bindi Heimskringlu heldur einnig aðrir: Þórólfur Mostrar-
skegg „í Haugsnesi út frá Hofsstöðum“ (ÍF 1935, 14), Arnkell
goði „út við Vaðilshöfða" (sama rit, 103), Ögvaldur á Ögvalds-
nesi (Flateyjarbók 1944-45, 1:417). Tvennt kann að hafa valdið
því að menn voru heygðir út við sjó. í fyrsta lagi var sú trú að
haugbúi gæti með slíku móti siglt til Valhallar, og á hinn bóginn
21 Svo í Ketilsbók. Lesháttur Möðruvallarbókar. „Grófu þeir þar gröf“ mun vera
rangur.