Skírnir - 01.04.1994, Side 67
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
61
hvern er að kveldi leið þá gerðist hann styggur svo að fáir menn
máttu orðum við hann koma; hann var kveldsvæfur. Það var mál
manna að hann væri mjög hamrammur,; hann var kallaður Kveld-
Ulfur“ (4). Skalla-Grímur er sonur hamramms manns og dóttur-
sonur berserks, fer til Haralds hárfagra við tólfta mann að leita
bóta fyrir bróðurvíg og eru „allir hinir sterkustu menn og margir
hamrammir“ (62). Hamremmi Kveld-Úlfs kemur bert í ljós þegar
þeir feðgar ráðast út í skip Hallvarðar harðfara; „þá hamaðist
hann, og fleiri voru þeir förunautar hans er þá hömuðust. Þeir
drápu menn þá alla er fyrir þeim urðu; slíkt hið sama gerði
Skalla-Grímur, þar er hann gekk um skipið; léttu þeir feðgar eigi
fyrr en hroðið var skipið“ (68-69). Hamagangi þeirra Kveld-Úlfs
á skipi Hallvarðar svipar til þeirra tólf berserkja Angantýs og
bræðra hans sem mestum usla valda á skipverjum Orvar-Odds og
Hjálmars hugumstóra í Hervarar sögu (1924, 9). I frásögn Eglu
fara saman það æði sem er fólgið í hamremmi þeirra feðga og sú
fádæma drápfýsn að þyrma engum nema þeim tveim eða þrem
mönnum „er þeim þótti sem minnstir fyrir sér“ og sendir voru til
Haralds konungs að færa honum tíðindin. Eins og Sigurður Nor-
dal bendir á (69 nmgr. 2) merkir sögnin að hamast að „tryllast",
en hún er einmitt notuð um æði Skalla-Gríms þegar hann sækir
að Agli syni sínum, tólf vetra gömlum: „Hamast þú nú, Skalla-
Grímur, að syni þínum,“ segir Þorgerður brák þegar kellu hættir
að lítast á blikuna (101).
Dráp þeirra Hallvarðar harðfara og skipverja hans verður um
nótt, og kemur þetta ekki einungis heim við styggleika Kveld-
Úlfs eftir að rökkva tók, heldur minnir það einnig á frænda hans
Stórólf Hængsson, sem talinn var eigi einhamur og barðist að
næturlagi í líki bjarnar við Dufþak granna sinni í griðungs líki
(Sbr. Landnáma; ÍF 1968, 355-56 [S350]).25
25 Enginn skyldi láta sér bregða þótt Stórólfur birtist í bjarnar líki, enda var
hvítabjörn fylgja Örvar-Odds frænda hans (Orvar-Odds saga 1892, 213). Var
sá björn sem sagður er sveima um Fenhring áður en Egill kemur til eyjarinnar
(167) fylgja hins berharða kappa? Þorsteini uxafót ungum fylgdi hvítabjarnar-
húnn (ÍF 1991, 350). Orðtakið eigi einhamur, sem notað er um Stórólf, merkir
hið sama og hamrammur. Sjá Eglu (212, nmgr. 3) og Else Mundal, Fylgje-
motiva i norran litteratur (1974).