Skírnir - 01.04.1994, Síða 68
62
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
Þótt sagt sé um Þórólf Skalla-Grímsson að honum brygði
meir í móðurætt en föður, þá kemur á hann svo mikið orrustuæði
á Vínheiði að kallað myndi berserksgangur, ef Skalla-Grímur
hefði hagað sér á sömu lund: „Þórólfur gerðist þá svo óður að
hann kastaði skildinum á bak sér en tók spjótið tveim höndum;
hljóp hann þá fram og hjó eða lagði til beggja handa; stukku
menn þá frá tveggja vegna, en hann drap marga. Ruddi hann svo
stíginn fram að merki jarlsins Hrings, og hélst þá ekki við hon-
um; hann drap þann mann er bar merki Hrings jarls og hjó niður
merkisstöngina. Síðan lagði hann spjótinu fyrir brjóst jarlinum, í
gegnum brynjuna og búkinn, svo að út gekk um herðarnar, og
hóf hann upp á kesjunni yfir höfuð sér og skaut niður spjótshal-
anum í jörðina en jarlinn sæfðist á spjótinu, og sáu það allir, bæði
hans menn og svo hans óvinir. Síðan brá Þórólfur sverðinu og hjó
hann þá til beggja handa [...]“ (138). Vitaskuld tíðkast það víðar í
sögum að feigur kappi berjist af hörku uns nösum lýkur, en hér
er greinilega um vígæði að ræða. Brynþvari Þórólfs, sem einnig
kallast kesja, minnir rækilega á bryntröll Kveld-Ulfs.
Sú þótti bót í máli að hamremmi var ekki langæ. Þeim Angan-
tý og bræðrum hans var einnig svo farið. Eftir að þeir höfðu
drepið hvern einasta mann um borð, „þá gengu berserkir út af
skipum þeirra með blóðgum vopnum og brugðnum sverðum, og
var þá genginn af þeim berserksgangurinn, en þá verða þeir mátt-
minni en þess á milli sem eftir nokkurs kyns sóttir" (Hervarar
saga 1924, 9).26 Á svipaða lund fór í Eyrbyggju fyrir berserkjum
undir Hrauni (ÍF 1935, 74).
berserksgangur
Nú er ljóst að hamremmi Kveld-Úlfs og berserksgangur yfirleitt
eru náskyld fyrirbæri, enda mun hvorutveggja vera komið frá
Óðni. Hernaðarlist Óðins er svo lýst í Ynglinga sögu: „Óðinn
kunni svo gera að í orrustu urðu óvinir hans blindir eða daufir
eða óttafullir, en vopn þeirra bitu eigi heldur en vendir, en hans
26 í annarri gerð Hervarar sögu er orðalag frábrugðið: „Svo segja menn um ber-
serki að fyrst er af þeim hverfur berserksgangur, þá eru þeir ómáttugir sem
sóttlera menn“(1924, 97).