Skírnir - 01.04.1994, Síða 69
SKÍRNIR
FORNFRÆÐI EGILS SÖGU
63
menn fóru brynjulausir og voru galnir sem hundar eða vargar,
bitu í skjöldu sína, voru sterkir sem birnir eða griðungar. Þeir
drápu mannfólkið, en hvorki eldur né járn orti á þá. Það er kall-
aður berserksgangur" (ÍF 1941, 17).27 I Eglu er Ljóti hinum
bleika, sænskum berserki, lýst á þessa lund: „Ljótur var allmikill
maður og sterklegur. Og er hann gekk fram á völlinn að hólm-
staðnum, þá kom á hann berserksgangur, tók hann þá að grenja
illilega og beit í skjöld sinn“ (202); Egill getur þess í vísu að garp-
ur „bítur skjöld að baugi.“
Rétt eins og forliðurinn í orðinu berserkur er af sömu rót og
dýrsheitin bera og björn og benti til bjarnaræðis, þá gegndi svip-
uðu máli um úlfhéðna sem virðast hafa dregið dám af eðli úlfs eða
vargs. Ummæli Haralds konungs uni Skalla-Grím: „Það sé eg á
skalla þeim hinum mikla að hann er fullur upp úlfúðar [...]“ (65)
gefa furðu mikla heift í skyn. Nú voru þeir feðgar Kveld-Ulfur
og Skalla-Grímur komnir af Hrafnistumönnum eins og Ketill
hængur landnámsmaður; ýmsir af þeirri ætt28 voru hamrammir
(Kveld-Ulfur, Skalla-Grímur, Stórólfur Hængsson) og munu
hafa gengið berserksgang, og á hinn bóginn virðast birnir hafa
verið fylgjur þeirra. Guðmund bróður Orvar-Odds dreymir
hvítabjörn svo grimmlegan að fram horfðu öll hár eftir dýrinu;
systursonur hans skýrir drauminn á þessa lund: „Það er auðsætt
að dýr þetta er fylgja Odds frænda vors og úlfhugur sá er hann
hefir á oss“ (Örvar-Odds saga 1892, 13). Samkvæmt þessu átti
Örvar-Oddur að hafa bæði grimmd bjarnarins og heift úlfsins.
27 Berserksgangur var ein sú forneskja sera hvarf ekki við kristnitöku, enda hefur
Grágás svofelld ákvæði: “Ef maður gengur berserksgang og varðar honum
það fjörbaugsgarð, og svo varðar körlum þeim er hjá eru staddir, nema þeir
hefti hann að; þá varðar engum þeirra, ef þeir vinna heftan hann að; en ef oftar
kemur að, varðar fjörbaugsgarð." (1852-83, Ia: 23). I þjóðsögum frá síðari öld-
um bregður berserksgangi fyrir á nokkrum stöðum, og benda slík dæmi til
áhrifa frá fornsögnum, en þó munu minningar um þess konar forneskju hafa
þraukað utan bóka (Þjóðsögur Jóns 1956-61, 151-52, 172 og víðar).
28 Arfgengir hæfileikar og sérkenni munu hafa verið þáttur í mannfræði forfeðra
vorra, enda þykir ekki ófróðlega spurt þegar innt er eftir samískum auðkenn-
um í fari Kveld-Úlfs og niðja hans. Auk Eglu eru fimm aðrar sögur um garpa
sem eiga ættir að rekja til Úlfs hins óarga: Ketils saga hœngs, Gríms saga
loðinkinna, Örvar-Odds saga, Áns saga bogsveigis, Ormsþattur Stórólfssonar.