Skírnir - 01.04.1994, Page 74
68
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
fætur konungi á grúfu." Þá svarar Kveld-Úlfur: „Vel hefir þú
sagt, því að það hafa gamlir menn mælt að þess manns myndi
hefnt verða ef hann félli á grúfu, og þeim nær koma hefndin er
fyrir yrði er hinn félli“ (61).
Hér er vafalaust um forna trú að ræða, en ég minnist ekki
annars dæmis um slíkt í fornsögum nema þá helst í Hrólfs sögu
kraka (Fornaldar sögur 1950,1:50). Þau álög voru lögð á Björn að
hann skyldi taka á sig líki dýrsins nafna síns og leggjast á fé kon-
ungs. Nú sækir múgur manns að dýrinu, og eftir hrausta vörn og
mörg sár dregur brátt að fjörlagi hans: „Björninn kastaði sér flöt-
um niður," segir sagan og er þá auðsæilega gefið í skyn að hann
hafi fallið á grúfu, enda varð skammt til hefndar.
sest í öndvegi
Eftir að Egill hefur lokið angurljóði sínu og fært það mæðgunum
Asgerði og Þorgerði, „reis hann þá upp úr rekkju og settist í önd-
vegi. [...] Síðan lét Egill erfa sonu sína eftir fornri siðvenju" (256-
57). Nú var það alkunnur siður að höfðingjar jafnt sem bændur
létu hásæti standa autt meðan nákomins manns var óhefnt. Eins
og Egill játar sjálfur í kvæðinu, þá átti hann ekki hægt með að
hefna sín á þeim Rán og Ægi fyrir drukknan Böðvars, en
Sonatorrek kom í hefndar stað.
Ymsir staðir í öðrum fornsögum verða hér til samanburðar.
Dótturdóttur Egils, Þuríði húsfreyju í Ásbjarnarnesi, svipar í
Heiðarvíga sögu dálítið til afa síns. Hallur sonur hennar er veginn
utanlands og skömmu síðar deyr bóndi hennar af harmi. Þegar
Barði sonur þeirra sest í sæti Halls, bregst hún illa við slíku til-
tæki meðan Halls væri óhefnt (IF 1938, 254). Merkileg eru um-
mæli Fagurskinnu hvenær arfar áttu fyrst að skipa autt öndvegi:
„En sá er gera léti erfið, skyldi eigi fyrr setjast í þess manns sæti
er hann erfði en menn drykki erfið“ (1984, 124). Sjá einnig Vatns-
dcelu (ÍF 1939, 63 og 71), Hervarar sögu (1924, 140), Þörsíeins
þátt bœjarmagns (Fornaldar sögur 1950, IV:330) og Járrisíðu
(1847, 75). I Njálu býr Hildigunnur Flosa hásæti í öndvegi Hösk-
ulds Hvítanessgoða sem enn er óhefnt; tiltæki hennar er vitaskuld
gert í háðs skyni og ögrunar (ÍF 1954, 289-90).