Skírnir - 01.04.1994, Síða 82
76
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
lífeðlisfræðilega ólíkir annars fríðum og myndarlegum ættmenn-
um sínum. Þessar andstæður, sem orkuðu sterkt á söguritarann,
hafa lengi vakið áhuga minn.4 Þær gefa til kynna að ástæða felmt-
ursins sem Egill olli hafi verið meira en eingöngu smávægilegt,
persónulegt sérkenni.
Verið getur að Egill hafi þjáðst af aflagandi sjúkdómi er kallast
Pagetssjúkdómur (Paget’s disease). Þessi sjúkdómur, sem e.t.v. er
arfgengur eða af völdum veiru, getur valdið blindu á fullorðinsár-
um sem og ágengu heyrnar- og jafnvægistapi. Allir þessir ann-
markar þjáðu Egil. Sagan segir að „í elli hans gQrðisk hann þung-
fœrr, ok glapnaði honum bæði heyrn og sýn“ (85. kafli).5
Upplýsingar sögunnar og túlkun þeirra
Þótt munnleg geymd ýmissa sagna sé óviss er hægt að halda því
fram með mikilli vissu að sagnir um Egil hafi gengið manna á
meðal löngu áður en Egils saga var skráð á þrettándu öld. Raunar
lætur sagan sjálf í té forsendur slíkrar skoðunar. A síðustu blað-
síðum hennar er sagt frá sérkennilegu atviki sem varðar bein, sem
látið er heita að séu úr Agli, og voru flutt til á fyrra helmingi
tólftu aldar, þ.e. um það bil 150 árum eftir dauða Egils.
4 Bjartar og dökkar hliðar á persónu Egils og félagsleg tengsl þeirra eru til um-
ræðu í Jesse L. Byock, „Egill Skalla-Grímsson: The Dark Figure as Survivor
in an Icelandic Saga“, í The Dark Figure in Medieval Gerrnan and Germanic
Literature, ritstj. E. Haymes og S. Van D’Elden, Göttinger Arbeiten zur
Germanistik 448, (Göttingen: Kummerle 1986), bls. 151-163. Hermann Páls-
son og Paul Edwards ræða bjartar og dökkar hliðar persóna í Egils sögu í inn-
gangi að þýðingu sinni, Egil’s saga (New York: Penguin Books 1976), bls. 7-
17. Kaaren Grimstad veltir fyrir sér andstæðunni bjartur/dökkur í „The Giant
as a Heroic Model: The Case of Egill and Starkaðr", Scandinavian Studies
48/3 (1976): 284-298. Lars Lönnroth stillir upp björtum og dökkum hliðum
sagnapersóna sem kristinni líkingu: bjarta persónan er álitin góð og kristin en
dökka persónan er talin vandamál fyrir samfélag sitt. Hann leggur einnig á-
herslu á erlend áhrif á sögurnar. Sjá Lönnroth, „Rhetorical Persuasion in the
Sagas“, Scandinavian Studies 42/2 (1970): 157-189, einkum bls. 167. Sjá einnig
sama, „Kroppen som sjálens spegel - ett motiv i de islándska sagorna“,
Lychnos-Bibliotek (Stockholm: Almqvist and Wiksell 1963-1964), bls. 24-61.
5 Kaflatilvísanir og tilvitnanir eru skv. útgáfunni í Islenzkum fornritum.