Skírnir - 01.04.1994, Síða 83
SKÍRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ í EGILS SÖGU
77
Grímr at Mosfelli var skírðr, þá er kristni var í lpg leidd á íslandi; hann
lét þar kirkju gera. En þat er sQgn manna, at Þórdís hafi látit flytja Egil til
kirkju, ok er það til jartegna, at síðan er kirkja var gpr at Mosfelli, en
ofan tekin at Hrísbrú sú kirkja, er Grímr hafði gera látit, þá var þar graf-
inn kirkjugarðr. En undir altarisstaðnum, þá fundusk mannabein; þau
váru miklu meiri en annarra manna bein. Þykkjask menn þat vita af sQgn
gamalla manna, at mundi verit hafa bein Egils. Þar var þá Skapti prestr
Þórarinsson, vitr maðr; hann tók upp hausinn Egils ok setti á kirkju-
garðinn; var haussinn undarliga mikill, en hitt þótti þó meir frá líkend-
um, hvé þungr var; haussinn var allr báróttr útan svá sem hQrpuskel. Þá
vildi Skapti forvitnask um þykkleik haussins: tók hann þá handoxi vel
mikla ok reiddi annarri hendi sem harðast og laust hamrinum á hausinn
ok vildi brjóta, en þar sem á kom, hvítnaði hann, en ekki dalaði né
sprakk, ok má af slíku marka, at hauss sá mundi ekki auðskaddr fyrir
hQggum smámennis, meðan svQrðr ok hold fylgði. Bein Egils váru lQgð
niðr í útanverðum kirkjugarði at Mosfelli. (86. kafli)
Það er ómögulegt að ábyrgjast sannleiksgildi þessarar sögu, en
við vitum þó nokkuð um Skapta Þórarinsson. Hann er nefndur
prestur í ýmsum heimildum og hefur e.t.v. einnig verið goði. Við
getum ekki sagt með vissu hvar hann bjó6 en mögulegt er (og
sumir, þeirra á meðal Sigurður Nordal, hafa getið sér þess til) að
hann hafi verið eigandi jarðarinnar að Mosfelli. Skapta er getið
eftirminnilega í Þorgils sögu og Hafliða7 og samkvæmt Prestatali,
tólftu aldar skrá yfir velættaða presta, var hann á lífi 1143.8 Þótt
ekki sé fullvíst að beinin, sem lýst er, hafi verið úr Agli eru miklar
líkur á því. Að Mosfelli erum við ekki að fást við grafreit borgar,
eða lítils þorps, ekki einu sinni sveitagrafreit með langa notkunar-
6 Sjá 13. ættarskrá í Sturlunga sögu II, útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnboga-
son og Kristján Eldjárn (Reykjavík: Sturlunguútgáfan 1946), þar sem þess er
getið til að Skapti hafi verið faðir Helga Skaptasonar prests í Saurbæ á Kjalar-
nesi. Ef svo er má vera að Skapti hafi einnig búið þar. Hvað sem öðru líður er
Saurbær tiltölulega nálægt Mosfelli.
7 Þar eru Skapta lögð í munn hin fleygu orð: „Dýrr myndi Hafliði allr, ef svá
skyldi hverr limr.“ (Þorgils saga ok Hafliba, 31. kafli, í Sturlunga sögu I).
8 „Nafnaskrá íslenzkra presta“, í Diplomatorium Islandicum: Islenzkt forn-
bréfasafn, I. bindi, útg. Jón Sigurðsson, (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bók-
menntafélag 1857), bls. 186. Þessi skrá er nokkuð áreiðanleg og af mörgum
álitin sett saman af Ara fróða.