Skírnir - 01.04.1994, Qupperneq 85
SKÍRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ í EGILS SÖGU
79
hana upp sem sitt eigið barn.13 Hann kvæntist ekkju Þórólfs og
því voru þau Þórdís tengd blóðböndum.
Hafi Þórdís, sem nýlega hafði tekið kristni, viljað flytja líkams-
leifar stjúpföður síns úr hauginum til virðulegs hvílustaðar í kirkj-
unni, var Egill sjálfur hæfur til greftrunar í vígðri mold.14 Meðan
hann þjónaði sem málaliði Aðalsteins Englakonungs (895-933)
hafði hann verið prímsigndur. Prímsigning merkir „bráðabirgða-
skírn“, fengið úr latínu primum signum eða prima signatio. Hún
fólst í því að gera krossmark yfir þeim ókristnu til þess að hreinsa
þá af illum anda. Eftir prímsigningu gátu heiðingjar fylgt fjöldan-
um og átt full samskipti við kristna menn.15 Egill lá grafinn í litlu
kirkjunni að Mosfelli í um það bil 130 til 150 ár þar til nýja kirkjan
var reist um 500 metra frá þeirri gömlu og Skapti gróf upp beinin.16
13 Sagan gerir mikið úr því sem mögulega var velþekkt sögn af ríku kærleiksþeli
milli stjúpföður og stjúpdóttur: „Egill unni Þórdísi engum mun minna en sínum
bprnum" (77. kafli); „Egill fór suðr til Mosfells til Gríms, mágs síns, því at hann
unni mest Þórdísi, stjúpdóttur sinni, þeira manna, er þá váru á lífi“ (79. kafli).
14 Jón Steffensen, sem athugað hefur flutning jarðneskra leifa Egils í vígða mold í
ljósi tólftu og þrettándu aldar reglna eins og þær eru varðveittar í Grágds, er
einnig þeirrar skoðunar að á fyrstu árunum eftir trúskiptin hafi Egill verið hæf-
ur til endurgreftrunar í nýrri kirkju Gríms. (Jón Steffensen, „Ákvæði kristinna
laga þáttar um beinafærslu", í Menning og meinsemdir: Ritgerðasafn um mótun-
arsögu íslenskrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir [Reykjavík:
Sögufélagið 1975], bls. 153.) Til yfirlits yfir fyrstu árin eftir trúskiptin, sjá Jesse
L. Byock, Medieval Iceland: Society, Sagas, and Power (Berkeley and Los Ang-
eles: University of California Press 1988), bls. 141-144.
15 Einar Molland, „Prímsigning“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder,
13. bindi (Reykjavík: Bókaverzlun ísafoldar 1968), dálkar 439-444.
16 Fræðimenn hafa verið nokkuð ósammála um hvað sögukaflinn segir okkur ná-
kvæmlega um það hvar fyrsta kirkjan að Mosfelli var. Var hún að Hrísbrú eða
að Mosfelli? Innan við 500 metrar eru milli staðanna. Sumir þeirra sem skoðað
hafa staðina (t.d., Kálund, Bidrag, bls. 50, og Magnús Grímsson, Safn, bls. 254)
hafa haldið því fram að lýsinguna á flutningnum beri að skilja svo að bærinn
Mosfell hafi upprunalega staðið að Hrísbrú. Síðar, samkvæmt þessari skoðun,
var hann færður þangað sem bærinn að Mosfelli stendur nú. Þá, eða skömmu
síðar, var bærinn sem enn stóð á upprunalega staðnum endurskírður Hrísbrú og
varð hjáleiga. Enn síðar, um miðja tólftu öld, var kirkjan flutt. Hin skoðunin,
sett fram af Sigurði Nordal, er að höfuðbólið hafi ætíð verið að Mosfelli. En
samkvæmt þeirri hefð sem ríkti um heiðin hof hafi fyrstu kirkjurnar eftir trú-
skiptin verið reistar í nokkurri fjarlægð frá bæjarhúsum, í þessu tilfelli að Hrís-
brú. Síðar hafi ný kirkja verið reist að Mosfelli til hægðarauka og eldri kirkju-
staðnum breytt í hjáleigu undir nafninu Hrísbrú (IF 2, bls. 298).