Skírnir - 01.04.1994, Síða 87
SKÍRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ í EGILS SÖGU
81
eptir."20 Hvað varðar dótturson Egils, Kjartan Ólafsson, segir
Laxdœla saga: „Lík Kjartans stóð uppi viku í Hjarðarholti. Þor-
steinn Egilsson hafði gera látit kirkju at Borg. Hann flutti lík
Kjartans heim með sér, ok var Kjartan at Borg grafinn; þá var
kirkja nývígð ok í hvítaváðum."21
Nýlegar athuganir á munnlegum frásögnum í íslenskum sveit-
um eru einnig gagnlegar. Jónas Kristjánsson hefur sýnt fram á að
hans eigin fjölskylda, sem var dæmigerð sveitafjölskylda, varð-
veitti óbjagað og nákvæmlega ættfræði og munnlegar frásagnir
sem tengjast skyldleika í a.m.k. 120 til 150 ár.22 Eins og Jónas
styður í sumum tilfellum með skjalfestum vitnisburði getur örugg
vitneskja varðveist í minni manna nærri eina og hálfa öld. Til þess
þarf eingöngu að gamall afi eða amma, sem heyrði um eða varð
vitni að atburði í æsku sinni, komi upplýsingunum til barnabarns
sem síðan nær allháum aldri. Hvað Egil varðar þurfum við ekki
að geta okkur til um tilveru munnlegra frásagna. Sagan segir þvert
á móti að nákvæmar upplýsingar hafi legið fyrir um legstað hans.
Þess er sérstaklega getið að legstaður jarðneskra leifa Egils hafi
verið þekktur af sögn manna. Hér vísar sögn manna til munnlegr-
ar geymdar fáeinna kynslóða í kyrrlátu landbúnaðarsamfélagi.23
Sögukaflanum um uppgröft jarðneskra leifa Egils hefur verið
gefinn nokkur gaumur á undanförnum árum. I niðurstöðum Jóns
Steffensens, fyrrverandi prófessors í læknisfræði við Háskóla Is-
lands og mikils metins fræðimanns um sjúkdóma og heilbrigði á
Islandi til forna, er dregin saman ríkjandi skoðun á sannleiksgildi
frásagnarinnar. Jón samræmir lýsingu sögunnar á upptöku Skapta
20 Gunnlaugs saga Ormstungu í Borgfirðinga sögur, útg. Sigurður Nordal og
Guðni Jónsson, Islenzk fornrit 3 (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1938),
bls. 107.
21 LaxcLœla saga, útg. Einar Ól. Sveinsson, íslenzk fornrit 5 (Reykjavík: Hið ís-
lenzka fornritafélag 1934), bls. 158.
22 Jónas Kristjánsson, „Sannfræði fornsagnanna", Skírnir 161 (1987): 234-269.
23 Ólafur Lárusson, Ætt Egils Halldórssonar og Egils saga, Studia Islandica 2
(Reykjavík: Isafoldarprentsmiðja 1937) og Anne Holtsmark, „Skallagríms
heimamenn“, Maal og Minne 3/4 (1971): 97-105, veita upplýsingar um niðja
Egils og frekari skyldleikabönd.