Skírnir - 01.04.1994, Page 89
SKlRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ I EGILS SÖGU
83
tröllslegrar persónu gefi áheyrendum sögunnar til kynna siðferði-
lega vanþóknun höfundarins".29 Preben Meulengracht Sorensen
ber Egil saman við þann goðsögulega skelmi Loka, veru sem hef-
ur bæði guðlegt og djöfullegt eðli, eiginleika sem skýra „kveld-
úlfseðli“ afa Egils.30
Það eru að sjálfsögðu gildar ástæður fyrir þessum goðsagna-
kenndu túlkunum. Heildarmyndin af Agli Skalla-Grímssyni vek-
ur á hinn bóginn þá spurningu hvort meinafræðilegar og forn-
leifafræðilegar útskýringar gætu breytt skoðun okkar. Alitaefnin
eru þessi: Eigum við að hafna athugasemdum Skapta um hin
stóru bein og óvenjuleg einkenni hauskúpunnar? Eigum við að
meðhöndla þennan þátt áfram eins og einbert bókmenntalegt
tæki - þrettándu aldar uppspuna til þess ætlaðan að magna hetju-
legar eigindir víkingsins og ýkja þá björtu-dökku tvískiptingu
sem setti mark sitt á fjölskyldu Egils í þrjár kynslóðir? Nútíma
þekking í læknisfræði - þ.e. upplýsingar utan venjulegrar orð-
ræðu fornsagnarannsókna - gefur færi á að meta sönnunargögnin,
skyggnast inn í hina munnlegu fortíð og endurmeta þá viðteknu
skoðun að Egils saga sé seinni tíma, rómantískur tilbúningur.
Sjúkdómsmynd?
Frásögn sögunnar er nákvæm þar sem segir að hausinn hafi verið
„allr báróttr útan svá sem hQrpuskel". Þessi nákvæmni er athygl-
isverð því orðin hörpuskel og báróttur eru alls ekki algeng í sög-
unum. Tölvuleit í textasafni Islendingasagna, en þar eru með tald-
ir allir Islendingaþættir, Landnámabók og Sturlunga, leiðir í ljós
að báróttur og hörpuskel koma eingöngu fyrir í þessari setningu úr
Egils sögu.31
29 Margaret Clunies Ross, „The Art of Poetry and the Figure of The Poet in Eg-
ils saga“, í Sagas of the Icelanders, ritstj. John Tucker (New York: Garland
Publishing 1989), bls. 127.
30 Preben Meulengracht Sorensen, „Starkaðr, Loki, and Egill Skallagrímsson", í
Sagas of the Icelanders, bls. 155.
31 Ég þakka Örnólfi Thorssyni, Guðrúnu Ingólfsdóttur, Eiríki Rögnvaldssyni
og Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur fyrir tölvuleit í gríðarmiklu safni fornís-
lenskra texta.