Skírnir - 01.04.1994, Síða 100
94
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
Þessar persónulegu vísur úr Egils sögu eru dæmi um breidd og
margbreytileik forníslensks kveðskapar. I þessu tilviki varðveita
ljóðlínurnar minningu um einkaorustu manns við einstaklega erf-
iða og óvenjulega elli. Barátta Egils, sem vill ekki „ganga hægt í
þá góðu nótt'Y5 veitir nákvæmar og óvenju persónulegar upplýs-
ingar.
Þar eð einkenni Egils, eins og frá þeim er sagt í kveðskapnum
og lýsingum á beinunum, gefa fullkomna mynd af Pagetssjúk-
dómi, gætum við spurt hvort upptaka beinanna á miðri tólftu öld
kunni að vera uppspretta kveðskaparins? Slík röð atburða kemur
tæpast til álita. Aður en borin voru kennsl á sjúkdóminn seint á
nítjándu öld höfðu ólík einkenni hans ekki verið tengd saman.
Skiljanlega meðhöndlar sagan erfiðleika Egils ekki sem merki um
sjúkdóm heldur sem óumflýjanlega tortímingu ellinnar. Ef skap-
andi miðaldahöfundur hefði viljað gera Egil ímyndunarveikan,
síkvartandi yfir harðneskju ellinnar, gat hann valið mörg önnur
einkenni sem hefðu útilokað Pagetssjúkdóm.
Það er a.m.k. mögulegt að tólftu eða þrettándu aldar skáldi,
sem þekkti ástand beina Egils, hafi verið blásið í brjóst að yrkja
vísur um hörku höfuðs Egils og að nota kenningu eins og hjalma
klettr. En hefði slíkt skáld getað þekkt smáatriði Pagetssjúkdóms
nógu vel til þess að búa til nákvæma mynd af fótköldum og kul-
sæknum manni með höfuðverk, riðu, hangandi höfuð, óregluleg-
ar svefnhöfgakviður og missi jafnvægisskyns, heyrnar og sjónar?
Svarið er enn augljósara ef við minnumst þess að sagan tengir
beinin ekki á neinn hátt við sjúkdóm. Miðaldatextinn dregur
þvert á móti alveg gagnstæða ályktun. Þar er bent á hve þarflegt
svo hart höfuð væri vígamanni, og bætt við: „má af slíku marka,
at hauss sá mundi ekki auðskaddr fyrir hQggum smámennis, með-
an svQrðr ok hold fylgði". Jafnvel þótt þrettándu aldar höfundur
dommens tragedie“. Fræðimenn hafa hneigst til þess að alhæfa um ólíkar lýs-
ingar á ellinni í sögunum til þess að fá fram almennt bókmenntalegt þema.
Með þessu líta þeir oftlega fram hjá því sem ólíkt er. Mjög svo einstaklings-
bundnum dæmum, eins og dæmi Egils, er oft slengt saman við aðrar lýsingar
fornsagna sem eru mjög ólíkar í smáatriðum.
45 Sbr. ljóð Dylans Thomas, „Do not go Gentle into that Good Night", og þýð-
ingu Þorsteins Gylfasonar í Sprek af reka, Reykjavík: Mál og menning 1993.