Skírnir - 01.04.1994, Side 103
SKlRNIR
HAUSKÚPAN OG BEININ í EGILS SÖGU
97
verið skapstyggir á kvöldin. í sögunni er greint frá því að Úlfur
hafi sest að búi sínu í Noregi þegar hann hætti víkingaferðum.
„En dag hvern, er at kveldi leið, þá gerðisk hann styggr, svá at
fáir menn máttu orðum við hann koma; var hann kveldsvæfr. Þat
var mál manna, at hann væri mjQk hamrammr; hann var kallaðr
Kveld-Úlfr“ (1. kafli). A svipaðan hátt var faðir Egils, Skalla-
Grímr, ógnvekjandi á kvöldin eftir að hann tók að eldast. Sam-
kvæmt sögunni olli kvöldstyggð Skalla-Gríms dauða Þórðar,
leikbróður Egils, þegar knattleikur stóð fram eftir kvöldi: „En
um kveldit eptir sólarfall [...] gerðisk Grímr þá svá sterkr, at hann
greip Þórð upp ok keyrði niðr svá hart, at hann lamðisk allr, og
fekk hann þegar bana“ (40. kafli).
Þótt mögulegt sé að Pagetssjúkdómur hafi valdið kvöldæðinu,
sem sagt er að hafi þjáð nokkrar kynslóðir í fjölskyldu Egils, eru
forsendur ónógar til þess að fullyrða um það með vissu. Það er
hins vegar þekkt að verkir Pagetssjúkdóms vaxa á nóttunni. Þetta
á einkum við ef sjúkdómurinn veldur liðbólgu sem oft er. Auð-
velt er að ímynda sér að hryllingssögur hafi gengið um stóran,
hættulegan mann, eins og Úlf, sem kvalinn af verkjum og svefn-
leysi reikaði um skóga og akra á nóttunni og ávann sér viðurnefn-
ið Kveld-Úlfur.
En gæti verið að Pagetssjúkdómur hafi gengið í ætt Egils? Það
er enn óvíst hvort Pagetssjúkdómur er að kenna arfgengum veik-
leika í ónæmiskerfinu eða stökkbreyttri meðgenginni veiru. Þótt
marktækar forsendur virðist styðja þá kenningu að veira sé mikil-
vægur sjúkdómafræðilegur þáttur50 eru margir sérfræðingar enn í
vafa.51 Þetta stafar einkum af því að núverandi skilningur á lífeðl-
ismeinafræði Pagetssjúkdóms er ekki byggður á greinilegum af-
leiðingum veiru. Fremur er núverandi þekking að mestu byggð á
viðbrögðum sjúkleikans við ósérhæfðri íhlutun eins og kal-
sítóníni, dífosfónötum, aspiríni, bólgueyðandi efnum sem ekki
50 Merkow og Lane, „Paget’s Disease of Bone“, bls. 171-189; L. Harvey, „Viral
Aetiology of Paget’s Disease of Bone: A Review“,]ournal of the Royal Society
of Medicine 11/77 (1984): 943-948.
51 John A. Kanis, Pathophysiology and Treatment of Paget’s Disease of Bone.
(Durham, NC: Carolina Academic Press 1991).