Skírnir - 01.04.1994, Page 106
100
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
dómurinn hafi einnig verið til á
Norðurlöndum á miðöldum. Nú á
dögum er Pagetssjúkdómur ekki
óþekktur í Skandinavíu en hann er
óalgengur.61 Ef svo var einnig á
Norðurlöndum á miðöldum þá hefði
einstaklingur sem þjáðist af Pagets-
sjúkdómi, eins og Egill gerði e.t.v.,
skorið sig úr.
Pagetssjúkdómur er fátíður í
Skandinavíu og þar til nýlega var
álitið að hann fyndist alls ekki á Is-
landi. En hann finnst. Arið 1981
birti Gunnar Sigurðsson grein þar
sem lýst er sjúklingi sem sýndi hin
klassísku einkenni Pagetssjúkdóms:
höfuðstækkun, missi jafnvægis-
skyns, beinverki, ágengt heyrnartap
og beinherðingu (osteosclerosis)“.
Meðvitaður um hina hefðbundnu
skoðun, að Pagetssjúkdómur fynd-
ist ekki á íslandi, bendir Gunnar á
íslenskt ætterni sjúklingsins sem
hafði kennt þessara einkenna um
7. mynd. Útbreiddur Pagets-
sjúkdómur, sem sést á bognum
lærlegg og hrygg, í tíundu aldar
engil-saxneskri beinagrind.
61 Mjög lítið hefur verið ritað um sjúkdóminn í Skandinavíu. Við leit í gagna-
bankanum Index Medicus frá 1966 (við upphaf gagnabankans) til og með
september 1991 fannst ekkert samband orðanna SCANDINAVIA,
NORWAY, SWEDEN, FINLAND og PAGET’S, þrátt fyrir þá staðreynd að
slík leit tekur upp lykilorðin hvarvetna en ekki einungis í titli eða útdrætti.
Raunar fannst aðeins eitt samband milli orðanna DENMARK og PAGET’S í
grein um tengslin milli augnskemmda og Pagetssjúkdóms í dönskum sjúkling-
um (J. Dabbs, „Prevalence of Angioid Streaks and Other Ocular
Complications in Paget’s Disease of the Bone,“ British Journal of Opht-
halmology, 74 [1990]: 579-582). Ég þakka einnig Mats Hemlin við Gautaborg-
arháskóla en leit hans að upplýsingum um Pagetssjúkdóm í tímaritum á norð-
urlandamálum leiddu til sambærilegrar niðurstöðu.
62 Gunnar Sigurðsson, „Morbus Paget: Islenskt sjúkratilfelli og meðferð",
Lœknablaðið 67 (1981): 106-110.