Skírnir - 01.04.1994, Page 108
102
JESSE L. BYOCK
SKlRNIR
grein hefur lítið, ef nokkuð, verið ritað um Pagetssjúkdóm á ís-
landi, að því er ég best veit, hvorki á ensku né íslensku.65
Þótt ég kæmi að efninu vegna rannsóknar sem ætlað var að út-
skýra þátt í fornsögu er mér nú ljóst að viðurkennd, nútíma töl-
fræði um Pagetssjúkdóm á Islandi, í Noregi og e.t.v. öllum Norð-
urlöndum er áreiðanlega ónákvæm. Astandið er svona vegna þess
að lítið hefur verið lagt upp úr árangursríkri greiningu á tilvist
sjúkdómsins.66 Víðtæk athugun 1982, sem átti að ákvarða dreif-
ingu Pagetssjúkdóms í Evrópu og byggðist á 4.755 svörum við
spurningalistum frá geislalæknum, leiddi t.d. í ljós að sjúkdómur-
inn var algengari í Bretlandi en nokkru öðru landi Vestur-Evr-
ópu. Það er lýsandi að athugunin tók ekki til Noregs, Islands,
Svíþjóðar og Finnlands „vegna þess að þegar lágu fyrir skýrar
heimildir um mjög lága tíðni".67 Þar eð við vitum nú að Pagets-
sjúkdómur finnst stundum á Islandi er það gagnleg faraldsfræði-
leg vitneskja að persóna úr Islendingasögu, og jafnvel heil mið-
aldafjölskylda, hafi e.t.v. þjáðst af honum.
Gæti einhver annar sjúkdómur orsakað einkenni Egils?
Trefjabeinbólga (osteitis fibrosa) getur valdið þykknun og aflögun
beina en hún gerir þau mjúk og gljúp. Það ástand kemur ekki
heim við stærð og styrk Egils. Æsavöxtur, eða risavöxtur, er sjúk-
65 Við aðra leit í Index Medicus frá 1966 til og með maí 1991 fannst ekkert sam-
band orðanna ICELAND og PAGET’S og ICELAND og OSTEITIS
DEFORMANS. Ekkert hafðist upp úr því að ganga skrefi lengra og leita í öll-
um gagnabankanum að ICELAND og HISTORY til þess að finna greinar um
sögu læknisfræðinnar á íslandi sem gætu skipt máli fyrir Pagetssjúkdóm. Ég
þakka Jeffrey Mazo fyrir höfðinglega hjálp við þetta svið rannsóknarinnar.
Einnig þakka ég Karen Oslund hjálp hennar.
66 Af svipuðum ástæðum er tölfræðin líklega einnig ónákvæm hvað varðar önn-
ur svæði. T.d. hefur lengi verið álitið að Pagetssjúkdómur finnist ekki í Asíu
fremur en á Norðurlöndum. Þó hefur dr. Barböru Mills verið greint frá því í
nýlegum viðræðum við skurðlækna í Japan að Pagetssjúkdómur hafi nú verið
greindur í japönskum sjúklingum. Ekki eru til nein áreiðanleg tölfræðigögn
fyrir Japan, einkum vegna þess að læknar þar hafa ekki verið þjálfaðir í að
greina sjúkdóminn og sjúkrahús framkvæma ekki venjubundin próf hans
vegna.
67 F. M. Detheridge, P. B. Guyer og D. J. P. Barker, „European Distribution of
Paget’s Disease of Bone“, British Medical Journal 285 (1982): bls. 1006.