Skírnir - 01.04.1994, Page 110
104
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
hann ekki til þess að lesandinn ályktaði að Egill þjáðist af sjúk-
dómi né heldur tengir hann þetta við krankleikana sem lýst er í
skáldskap Egils. Hann gerir einungis athugasemdir við athyglis-
vert útlit og einkenni beinaleifanna. Beinin eru aðeins enn ein hlið
frásagnar sem einbeitir sér að óvenjulega myrkum arfi hetjunnar.
Hér lætur þó miðaldatextinn einnig í té frekari gögn til rannsókn-
ar okkar þar eð þessi myrki arfur var álitinn athyglisverður og
tók til þriggja kynslóða. Okkur er sagt að afi og amma Egils,
Kveld-Ulfr og Salbjörg, ættu tvo syni. Annar þeirra hafði grun-
samlegt útlit og skuggalegt lundarfar:
Þau Kveld-Ulfr áttu tvá sonu; hét inn ellri Þórólfr, en inn yngri Grímr
[...] Var Þórólfr manna vænstr ok gorviligastr; hann var líkr móður-
frændum sínum, gleðimaðr mikill, Qrr og ákafamaðr mikill í <?llu ok inn
mesti kappsmaðr; var hann vinsæll af Qllum mQnnum. Grímr var svartr
maðr ok ljótr, líkr feðr sínum, bæði yfirlits ok at skaplyndi. (1. kafli)
Nokkuð áþekk saga er sögð um foreldra Egils, Skalla-Grím og
konu hans Beru, og syni þeirra tvo:
Skalla-Grímr ok þau Bera [...] gátu [...] son, ok var vatni ausinn ok hét
Þórólfr. En er hann fœddisk upp, þá var hann snimma mikill vexti ok
inn vænsti sýnum; var þat allra manna mál, at hann myndi vera inn lík-
asti Þórólfi Kveld-Ulfssyni, er hann var eptir heitinn. Þórólfr var langt
um fram jafnaldra sína at afli; en er hann óx upp gerðisk hann íþrótta-
maðr um flesta þá hluti, er þá var mQnnum títt at fremja, þeim er vel váru
at sér gQrvir. Þórólfr var gleðimaðr mikill [...] Enn áttu þau Skalla-Grímr
son; var sá vatni ausinn ok nafn gefit ok kallaðr Egill. En er hann óx upp,
þá mátti brátt sjá á honum, at hann myndi verða mjQk ljótr og líkr feðr
sínum, svartr á hár. (31. kafli)
Eftir kynslóð Egils skiptast synirnir sem fæðast í ættinni ekki
lengur svona ákveðið í bjarta og dökka og vísbendingin um yfir-
náttúrulega eiginleika hverfur. Akveðin líkamleg andstæða er
samt áfram hluti af ættararfinum eins og sagan gerir ljóst: „því at í
þeiri ætt hafa fœzk þeir menn, er fríðastir hafa verit á íslandi [...]
en fleiri váru Mýramenn manna ljótastir“ (87. kafli).