Skírnir - 01.04.1994, Page 118
112
TORFI H. TULINIUS
SKÍRNIR
texta.5 En tvíræðnin ein dugir þó ekki til að lesandinn átti sig á
því sem býr undir orðum Skalla-Gríms, heldur varpar síðasta
setningin ljósi á það sem áður er sagt, með því að vísa til andláts-
orða Þórólfs. Þessi „afturvirkni" er athyglisverð og verður vikið
að henni seinna þegar litið verður á annars konar margræðni í
sögunni.
Margræðni í tilsvörum kemur víðar fyrir í Eglu. Taka má
dæmi úr 69. kafla þegar Arinbjörn hersir, vinur Egils, gengur fyr-
ir Hákon konung Aðalsteinsfóstra til að biðja hann um að láta af
hendi jarðir sem Egill á en menn konungs hafa tekið. Hákon
svarar: „En þér Arinbjörn er það að segja að þú svo megir vera
hér í landi að þú metir eigi meira útlenda menn en mig eða mín
orð því að eg veit að hugir þínir standa þar til er Haraldur er Ei-
ríksson fósturson þinn“(474). Hér er orðið „útlendur“ tvírætt:
Það getur þýtt annars vegar „sá sem er kominn erlendis frá“, t.d.
Egill sem er frá Islandi, en hins vegar „sá sem staddur er í öðru
landi“, og vísar þá til Haralds gráfeldar sem er í útlegð í Dan-
mörku.
Það er athyglisvert að í báðum þessum dæmum af Skalla-
Grími og Hákoni er margræðnin notuð í samræðum við konung:
annars vegar í orðum sem beint er til hans og hins vegar í máli
konungs sjálfs. Margræðni virðist því tengjast samskiptum við yf-
irvald á einhvern hátt, og getur verið leið til að koma einhverju til
skila við valdsmenn sem bannað er að segja berum orðum. I
þessu sambandi er vert að minna á fræg orð Snorra Sturlusonar í
formálanum að Heimskringlu, um hættuna á að lofkvæði sem
flutt eru konungum, en greina ekki frá sönnum viðburðum, verði
túlkuð sem „háð en ekki lof“.6 Eftir samhenginu geta sömu orð
5 Sjá Sneglu-Halla þátt í Flateyjarbók (2217). Ekkert annað dæmi fannst hins
vegar um að sögnin „að þjóna“ eða orð af sama stofni væru notuð um víg,
þegar þeirra var leitað með aðstoð tölvuvædds orðstöðulykils sem unninn hef-
ur verið af Eiríki Rögnvaldssyni og fleirum. Orðstöðulykill þessi nær til allra
íslendingasagna og þátta, Heimskringlu, Sturlungu, Landnámu og Grágásar.
Um hann má lesa í grein Eiríks: „Orðstöðulykill íslendinga sagna“, Skáld-
skaparmál 1 1990, bls. 54-61.
6 „En það er háttur skálda að lofa þann mest er þá eru þeir fyrir en eigi mundi
það þora að segja sjálfum honum þau verk hans er allir þeir er heyrðu vissu að