Skírnir - 01.04.1994, Page 119
SKÍRNIR „MUN KONUNGI EG ÞYKJA EKKI ORÐSNJALLUR'
113
haft þveröfuga merkingu. Freistandi er að skoða síðustu vísu
Höfuðlausnar, sem Egill flytur Eiríki konungi blóðöx í Jórvík, í
ljósi orða Snorra en hún hljóðar svo:
Bar eg þengils lof
á þagnar rof.
Kann eg mála mjöt
um manna sjöt.
Ur hlátra ham
hróðr ber eg fyr gram.
Svo fór það fram
að flestr of nam. (462)
Kenningin „hlátra hamur“ merkir augljóslega „brjóst" því
þaðan kemur hláturinn. I þessari síðustu vísu lofkvæðisins segist
Egill kunna að haga orðum sínum þegar hann kemur á manna
mót. Sú spurning vaknar hvort kunnáttan sem um ræðir sé ekki
fólgin í því að beita margræðni, því lofið berst úr hjúpi hlátursins,
sem hlýtur að orka tvímælis og vekja efasemdir um einlægni
skáldsins. Þær efasemdir styrkjast raunar af samhenginu þar sem
ekki er líklegt að Egill sé sérstaklega hrifinn af Eiríki eftir allt sem
á undan er gengið.* * 7 Það að hann vísi til skilnings „flestra“ en ekki
allra bendir til þess að eitthvað þurfi að hafa fyrir að skilja kvæð-
ið og að merkingin sé önnur en sýnist. I síðustu vísu virðist Egill
því gefa sterklega til kynna að kvæðið í heild geti verið „háð en
ekki lof“.
I skýringu við vísuna segir Sigurður Nordal „mjög vafasamt,
að Egill hafi ætlazt til, að þessi kenning væri tvíræð, enda hefði
slíkur leikur að orðum verið hættulegur, eins og á stóð“.8 Þarna
virðist Sigurður ekki hafa metið stöðu Egils rétt. Eftir yfirlýsingu
Arinbjarnar um að hann og menn hans séu reiðubúnir að beita
vopnum til að verja Egil, verður Eiríkur að velja milli þess að
hégómi væri og skrök og svo sjálfur hann. Það væri þá háð en eigi lof.“ Snorri
Sturluson: Heimskringla, fyrra bindi, Reykjavík 1991, bls. 2.
7 Sbr. orð hans við Arinbjörn: „ekki hef eg við því búist að yrkja lof um Eirík
konung". (458).
8 Sjá Egils sögu Skalla-Grímssonar, Islenzk fornrit II, Reykjavík 1933, bls. 192.