Skírnir - 01.04.1994, Page 124
118
TORFI H. TULINIUS
SKÍRNIR
Hróaldssonar því hann á við hann það „nauðsynjaerindi“, eins og
hann orðar það sjálfur, að fá leyfi til að biðja Asgerðar frænd-
konu Þóris. Minnst er á fáleika milli bræðranna og þegar Þórólfur
fer svo í brúðkaup sitt, veikist Egill og kemst ekki með. Hann
hressist þó fljótlega eftir brottför boðsmanna (418).
Ef lesandinn beitir sömu aðferðum og beitt var hér að framan
við túlkun á orðum Skalla-Gríms við Harald hárfagra, þ.e. veitir
því athygli hvað sagan gefur í skyn eða segir undir rós, fer frá-
sögnin af skiptum þeirra bræðra að fá allt aðra merkingu en yfir-
borðslestur bendir til. Hið sama gildir um atvikið við Jótlands-
strendur. Ásgerður er í Noregi og því skiptir meira máli fyrir
Þórólf en Egil að fara aftur þangað. Ef Egill öfundar bróður sinn
af kvonfanginu gæti hann einnig viljað koma í veg fyrir að Þór-
ólfur njóti þess. Ef þessum túlkunarmöguleika er haldið opnum,
er hægt að beita sams konar „afturvirkri" túlkun og beitt var til
að skilja orð Skalla-Gríms. Þá verður ekki komist hjá því að
leggja aðra merkingu í ofsa Egils áður en þeir bræður héldu utan
og einnig í sótt hans á brúðkaupsdegi Þórólfs. Höfundur virðist
gefa í skyn að Egill hafi viljað eignast Ásgerði frá upphafi og fær
sú túlkun byr undir báða vængi þegar hann biður hennar eftir fall
Þórólfs á Englandi. Sagt er frá atburðum þannig að þeir orki tví-
mælis en dulda merkingin kemur aðeins í ljós ef hugað er að víð-
ara samhengi, sagan lesin aftur og fyrri orð og gerðir persóna
endurmetnar í ljósi seinni atburða.12
Ekki verður leitast við að svo stöddu að svara hvers vegna
höfundur bregður á það ráð að segja þannig frá því sem býr að
baki hegðun Egils að það verður aðeins ljóst sé sagan lesin aftur
og gaumur gefinn að hverju smáatriði. Þó verður ef til vill komist
12 Sigurður Nordal ritar um ást Egils á Ásgerði (íslenzk menning, Arfur íslend-
inga I, Mál og menning 1942, bls. 168-71) og getur sér þess til að hún búi und-
ir ofsa Egils þegar honum er neitað um utanferð. Margt af því sem hann n«fnir
þar er einnig rætt í þessari grein. Jón Karl Helgason bendir skemmtil'ega á'eró-
tíska undirtóna í lýsingunni á veislunni í Atley og tengir hana við brúðkaups-
veislu Þórólfs og Ásgerðar, sem fer fram samtímis annars staðar: „Rjóðum
spjöll í dreyra: Ohugnaður, úrkast og erótík í Egils sögu“, Skáldskaparmál, 2,
Reykjavík 1992, bls. 60-76 (einkum 72-75).