Skírnir - 01.04.1994, Page 125
SKÍRNIR „MUN KONUNGI EG ÞYKJA EKKI ORÐSNJALLUR'
119
nær svari sé hugað að fleiri tegundum margræðni sem finna má í
sögunni.
III
I trúarlegum ritum á miðöldum og ýmsum öðrum textum, var al-
gengt að menn læsu æðri merkingu úr frásögnum af atburðum.
Þessi aðferð varð til við túlkun á Biblíunni og byggði á þeirri
kenningu að greina mætti fjögur svið merkingar í heilagri ritn-
ingu: sensus historicus eða litteralis eða bókstafleg merking og svo
þrjú svið andlegrar merkingar eða sensus spiritualis, en þau voru
(1) sensus allegoricus eða typologicus þ.e. dulin merking sem teng-
ir frásögnina við guðlega sögu, (2) sensus tropologicus eða moralis,
þ.e. siðferðileg merking og loks (3) sensus anagogicus eða merk-
ing sem tengist afdrifum sálarinnar handan þessa heims.'3 Þótt að-
ferðin hafi þróast meðal Biblíutúlkenda, hafði hún einnig áhrif á
hvernig menn skildu texta úr grísk-rómverskri heiðni. A önd-
verðri 12. öld semur Bernardus Silvestris t.d. trúarlega skýringu á
fyrstu sex bókum Eneasarkviðu Virgils, þar sem áþekkri túlkun-
araðferð er beitt.14 Aðferðir Biblíutúlkunar voru svo samofnar
13 Um skipulega leit að æðri merkingu texta á miðöldum má lesa gagnlegt yfirlit
hjá Stephen A. Barney: „Allegory", Dictionary of the Middle Ages I, New
York 1985, bls. 178-88. ítarlegri umfjöllun má lesa hjá Peter Dronke: Fabula.
Explorations into the Uses of Myth in Medieval Platanism Leiden und Koln
1974, einkum bls. 1-67. Um fjögur merkingarsvið má einnig lesa í grein Guð-
rúnar Lange: „Andleg ást. Arabísk-platónsk ást og „integumentum" í íslensk-
um fornbókmenntum?", Skírnir (vor 1992), bls. 101. Þess má geta að í nýrri
bók leiðir Bjarni Guðnason sterk rök að því að höfundur Heiðarvíga sögu
hafi ætlast til að lesendur næmu andlega merkingu sögunnar og túlkar hana
sem kristna sögu með friðarboðskap. Bjarni lætur sér þó nægja að greina milli
bókstaflegrar merkingar og andlegrar en gerir ekki tilraun til að greina milli
hinna þriggja tegunda andlegrar merkingar. Sjá Túlkun Heiðarvígasögu,
Studia Islandica 50, Reykjavík 1993, t.d. bls. 16-17.
14 Um þetta og fleira varðandi biblíulegar túlkunaraðferðir og áhrif þeirra á mið-
aldarithöfunda sjá rit Sverris Tómassonar: Formálar íslenskra sagnaritara á
miðöldum, Reykjavík 1988, bls. 190-192 og einkum 252-54 þar sem Bernar-
dusar Silvestris er getið sérstaklega. Einnig má lesa athyglisverða umfjöllun
um aðferðir þessar og áhrif á íslenska sagnaritun í grein eftir Gerd Wolfgang
Weber: „Intellegere historiam: Typological Perspectives of Nordic Pre-
history", Tradition og historieskrivning: Kilderne til Nordens eeldste historie,
útg. K. Hastrup og P. Meulengracht Sorensen, Acta Jutlandica, LXIII:2,
Humanistisk serie 61, Árhus 1987, bls. 95-141.