Skírnir - 01.04.1994, Page 127
SKÍRNIR „MUN KONUNGI EG ÞYKJA EKKI ORÐSNJALLUR'
121
hengis sem skapað er af heilagri ritningu og kenningakerfi kirkj-
unnar. Ólíkt heiðnum forfeðrum sínum, var kristnum mönnum -
og því höfundum íslenskra miðaldabókmennta - „gefin andlig
spekðin“ og voru þess vegna fullfærir um að semja frásagnir sem
vísuðu í þetta samhengi.
A þessu stigi umfjöllunar er gagnlegt að grípa til hugtaksins
textatengsla.19 Milli bókmenntaverks og hvers konar annarra texta
sem höfundur og lesendur hans þekkja, hvort sem þeir eru bók-
menntaverk eða önnur orðræða, liggja leyndir eða ljósir þræðir.
Meðvitað eða ómeðvitað er höfundur bókmenntaverks ávallt að
vísa til annarra texta: til að gefa verki sínu dýpt, til að tengja orð
sín einhverjum öðrum veruleika eða einfaldlega til að stytta sér
leið. Þetta er kallað textatengsl og kemur hugtakið m.a. að notum
til að skilja verk úr fjarlægri fortíð, því með því er gert ráð fyrir
því að höfundur geti vísað - beint eða óbeint - til allra þeirra
texta sem til voru þegar verkið var samið og líklegt er að höfund-
19 Ástráður Eysteinsson fjallaði nýlega um þetta hugtak í greininni „Mylluhjól-
ið. Um lestur og textatengsl“, Tímarit Mdls og menningar, 54/4 (1993) bls. 73-
85. Þar gerir hann góða grein fyrir tilurð þess en íslenska hugtakið er þýðing á
franska orðinu „intertextualité“. Julia Kristeva mun eiga heiðurinn á smíði
þessa hugtaks á miðjum sjöunda áratugnum og notar hún það m.a. í grein sem
til er í íslenskri gerð: „Orð, tvíröddun, skáldsaga", þýð. Garðar Baldvinsson,
Spor í bókmenntafrœði 20. aldar. Frá Sklovskíj til Foucault, ritstjórn Garðar
Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík 1991, bls.
97. Ástráður hefur einnig fjallað um textatengsl og íslenskar miðaldabók-
menntir í grein sinni „Er Halldór Laxness höfundur Fóstbræðra sögu? Um
höfundargildi, textatengsl og þýðingu í sambandi Laxness við fornsögurnar",
Skáldskaparmál I (1990) bls. 171-88.
20 Hér verður notast við hugtakið „texti“ í þeim víða skilningi sem ber að leggja
í það í frægum orðum franska heimspekingsins Jact|ucs Derrida: „II n’y a pas
de hors-texte.“ eða „Það er ekkert utan textans.“ Ofugt við það sem margir
gagnrýnendur hans hafa haldið fram, þýðir þetta alls ekki að texti sé lokað
fyrirbæri án sambands við ytri veruleika. Það sem Derrida á við er að hvers
konar skynjun, upplifun, upprifjun eða framsetning á veruleikanum tekur á
sig form eins konar texta, þar sem þau eru alltaf í einhverjum skilningi tilbúin
en aldrei í milliliðalausu sambandi við veruleikann. Þegar sagt er að ekkert sé
til utan textans þá er átt við að eini aðgangur okkar að veruleikanum sé í gegn-
um texta. I stað þess að greina bókmenntaverk og aðra ritaða texta frá veru-
leikanum, þá gerir þessi hugsun manni kleift að ræða samspil þeirra við alla þá
texta sem til eru (ritaða, munnlega, myndræna, félagslega, o.s.frv.) án þess þó
að fórna vitneskjunni um að þetta eru textar og að sem slíkir lúti þeir eigin
lögmálum.