Skírnir - 01.04.1994, Page 128
122
TORFI H. TULINIUS
SKÍRNIR
ur og lesendur hans - a.m.k. einhverjir - hafi kunnað skil á.20 Það
er með öðrum orðum nauðsynlegt að leita í textum sem til voru í
samtíma höfundar, vilji maður öðlast skilning á þeirri merkingu
sem höfundur lagði í verkið og samtímamenn gátu lesið úr því.
Þótt hugtakið textatengsl sé nýlegt, hlýtur fyrirbærið sem það
lýsir að vera jafngamalt skáldskapnum. Það er a.m.k. greinilega
orðið virkt á norrænu málsvæði þegar hirðskáldskapur hefst. Eitt
megineinkenni hans er kenningasmíð, sem er sú list að skreyta
mál sitt með því að nefna hlutina með umritunum. Til að skilja
þessar umritanir þarf að þekkja til texta - munnlegra eða ritaðra,
í bundnu máli og lausu - sem mynda hetju- og goðsagnahefð
norrænnar heiðni. Texti dróttkvæða er óskiljanlegur nema með
hliðsjón af þessum sögum og því mætti kalla Eddu Snorra Sturlu-
sonar kennslubók í notkun textatengsla.
Textatengsl og margræðni eru nátengd hugtök, því skilaboð
geta haft mismunandi merkingu eftir því til hvaða texta er verið
að vísa eða í ijósi hvaða texta lesandinn túlkar verkið. Þannig
mætti segja um orð Skalla-Gríms við Harald að þau merki eitt í
ljósi þess texta sem þeim er næstur, þ.e. komu Skalla-Gríms við
hirðina og tilboðs konungs, en annað í ljósi þess texta sem segir
frá dauða Þórólfs. Þetta mætti kalla „innri“ textatengsl sögunnar.
Nú verður litið á tengsl hennar við aðra texta og hvernig þau geta
varpað ljósi á margræða merkingu hennar.
Engin leið er að gefa tæmandi lýsingu á öllum þeim textum
sem líklegt er að höfundi Egils sögu og lesendum hafi verið kunn-
ir. A þriðja eða fjórða áratug 13. aldar, þegar talið er að sagan hafi
verið samin, átti íslensk sagnaritun sér þegar þó nokkuð langa
hefð og því hafa þeir textar verið æðimargir.21 Hér verður látið
nægja að benda á tvenns konar texta sem með nokkurri vissu hafa
verið hlutar af sameiginlegri textaveröld Egluhöfundar og lesenda
hans, en það er annars vegar kristin kenning með þeim frásögnum
af Jesú Kristi og öðrum persónum Biblíunnar sem kristnum
mönnum voru kunnar á þessum tíma og hins vegar sú mynd af
heiðinni goðafræði sem dregin er upp í Eddu Snorra Sturlusonar
21 Um aldur Eglu sjá grein Jónasar Kristjánssonar: „Var Snorri Sturluson upphafs-
maður íslendingasagna?“, Andvari, Nýr flokkur XXXII, (1990), bls. 85-105.