Skírnir - 01.04.1994, Page 135
SKlRNIR „MUN KONUNGI EG ÞYKJA EKKI ORÐSNJALLUR'
129
sbr. það sem segir í Eddu um oturinn sem át laxinn blundandi.35
Þessi sameiginlegi merkingarauki tengir landnámsmennina við
viðurnefni Ketils haðar sem Egill drepur eftir Gulaþing, þar sem
Höður er hinn blindi ás. Því er tæpt á blindu á þremur mikilvæg-
um stöðum í ævisögu Egils: þegar hann á í átökum við bróður
sinn til að komast utan, þegar hann drepur frænda konungs í mis-
gripum fyrir konung og þegar hann sest endanlega að á Islandi og
missir þann son sem hann elskar mest. Loks er þess getið að Egill
hafi orðið blindur í elli. Það er einnig athyglisvert að vísað er til
frásagna um bróðurmorð þegar Ketill höður og Ketill gufa, sem
er forfaðir Vála, koma við sögu. Samkvæmt frásögn Eddu voru
Váli og Höður nöfn á bróðurmorðingjum. Hvers vegna er tæpt á
blindunni á öllum þessum stöðum og hvers vegna er hún alltaf
tengd þemanu um ósætti bræðra eða jafnvel bróðurmorð?
Ef til vill er svar að finna í einhverjum af þeim textum sem
kristnum mönnum voru kunnir á þessum tíma. I Fyrsta bréfi Jó-
hannesar hinu almenna segir:
Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekk-
ert, er leitt geti hann til falls. En sá sem hatar bróður sinn, hann er í
myrkrinu og lifir í myrkrinu, og veit ekki hvert hann fer, því að myrkrið
hefir blindað augu hans. (2:10-11)
I Norsku hómilíubókinni má lesa vers úr sama bréfi og því má
telja líklegt að allt bréfið hafi verið þekkt, a.m.k. af lærðum
mönnum, hvort sem það var á latínu eða í norrænni þýðingu.36
Því er ekki fráleitt að telja þennan texta til þeirra sem höfundur
Eglu þekkti og hefði getað vísað í, til að lesendur næmu þann
andlega skilning sem hann lagði í söguna, ekki síst þar sem frá-
sögnin af Rögnvaldi vísar einnig til Nýja testamentisins. Sá sem
öfundar bróður sinn lifir í myrkrinu, hann er blindur og það er
því athyglisvert að tæpt sé á blindu nákvæmlega þegar frásögnin
af Agli hefst í sögunni.
35 Sjá Eddu, bls. 101.
36 Sjá Gamal Norsk Homiliebok (Cod. AM 619 4°), útg. Gustav Indrebe, Oslo
1931, bls. 100.