Skírnir - 01.04.1994, Page 136
130
TORFI H. TULINIUS
SKÍRNIR
Það hefur ekki tíðkast að leita að hugmyndum og myndmáli
Biblíunnar í Islendingasögum, allra síst í Egils sögu og því kann
að virðast langsótt að leita að þess konar textatengslum í sög-
unni.37 Þessi viðleitni fær þó stuðning sé hugað nánar að staðsetn-
ingu frásagnanna af landnámsmönnunum Katli blundi og Katli
gufu. Ketill blundur kemur til sögu þegar heift Egils í garð bróð-
ur síns brýst fram í fyrsta skipti en Ketill gufa rétt áður en Böðv-
ar Egilsson deyr. Til viðbótar við þau atriði sem þegar hafa verið
nefnd og sameiginleg eru í frásögnunum tveimur, er vert að taka
eftir því að sams konar veður, útsynningur, geisar þegar Egill
leysir landfestar báts bróður síns og löngu síðar þegar Böðvar
ferst. Sú spurning vaknar hvort höfundur Egils sögu gæti vísvit-
andi verið að tengja ofsafengna hegðun Egils, þegar honum er
neitað um leyfi til utanferðar, við dauða Böðvars. Hvers konar
tengsl gætu það verið?
Það sem áður hefur verið rakið bendir til að ábyrgð Egils á
falli Þórólfs sé meiri en ætla mætti við lauslegan lestur sögunnar.
Við það má bæta að Egill hagnast verulega af dauða bróður síns,
því þá situr hann einn að föðurarfinum og fær arf Asgerðar líka.
Þegar Egill ræðst á Eyvind skreyju án þess að hafa samráð við
Þórólf, veldur hann því að þeir bræður komast ekki aftur til Nor-
egs og verða að fara til Englands þar sem Þórólfur fellur. Egill ber
þannig óbeina ábyrgð á dauða Þórólfs og er því í kristilegum
skilningi bróðurmorðingi sjálfur. Aðurnefnt Jóhannesarbréf stað-
festir þennan skilning, því þar stendur: „Hver sem hatar bróður
sinn, er manndrápari, og þér vitið, að enginn manndrápari hefir
eilíft líf í sér varandi“ (3:15). Sömu klausu má finna í Norsku
hómilíubókinni þar sem hún er orðuð svona: „Hvær sa er [...]
hatar broðor sin. hann er manndrápsmaðr."38 Þessi hugsun var að
öllum líkindum vel kunn öllum menntuðum kristnum mönnum á
miðöldum og þar með höfundi Egils sögu.
37 Undantekningu á þessu er að finna hjá Bjarna Einarssyni (Litterœre forud-
sœtninger, bls. 260-61) þar sem hann bendir á hliðstæður í frásögn Eglu af því
þegar Egill læknar sjúku stúlkuna og frásögnum guðspjallanna af því þegar
Jesús læknaði dóttur Jaírusar (Mark. 5:21-43; Lúk. 8:41-56).
38 Sjá Gamal Norsk Homiliebok, bls. 100.