Skírnir - 01.04.1994, Page 137
SKÍRNIR „MUN KONUNGI EG ÞYKJA EKKI ORÐSNJALLUR'
131
En þótt enginn vafi sé á því að höfundur Eglu hafi verið krist-
inn, þá má efast um að í huga hans hafi kristileg gildi tengst á
nokkurn hátt heiðingjanum Agli Skalla-Grímssyni. Andspænis
slíkum efasemdum má benda á að Egill er prímsigndur, en slíkir
menn höfðu ákveðna stöðu gagnvart kristinni kenningu í huga
miðaldamannsins. Sá sem er prímsigndur hefur tekið við heilögu
sakramenti og er því lagður við sömu mælistiku og kristnir
menn.3’ Ólíkt heiðingjum á hinn prímsigndi möguleika á að verða
hólpinn, þ.e. að öðlast eilíft líf.40 Um Egil gilda því kristin siðaboð
og hafi hann haft blendnar tilfinningar í garð bróður síns, er hann
því „manndrápari“ í skilningi Jóhannesarbréfsins.
Dauði Böðvars er rökrétt refsing við þeirri synd. A miðöldum
var gjarnan talið að Guð væri að refsa foreldrum fyrir syndir
þeirra ef börn þeirra dóu og var örlaga Davíðs konungs í Gamla
testamentinu sérstaklega minnst í því sambandi. Davíð missti son
sinn vegna þess að hann girntist Batsebu og varð valdur að dauða
eiginmanns hennar. Örlög Davíðs voru íslenskum höfundum af
kynslóð Egluhöfundar áreiðanlega kunn, eins og sjá má af frá-
sögn Konungs skuggsjár af Davíð.41 Raunar eru þó nokkur líkindi
39 Um stöðu prímsigndra manna í guðfræðilegri hugsun á miðöldum, sjá grein J.
Harris og T.D. Hill: „Gestr’s Prime-sign“ Arkiv för nordisk filologi 104, 1989,
bls. 103-122. f tveimur miðaldahandritum sögunnar, Wolfenbiittelbók og
Ketilsbók, sem ekki eru lögð til grundvallar við útgáfu sögunnar, er að finna
eftirfarandi málsgrein, eins konar eftirmæli eftir Egil í kaflanum sem segir frá
andláti hans. Hún er nær samhljóða í báðum handritum: „Og þykir eigi meiri
afreksmaður verið hafa ótiginn í fornum sið en Egill Skalla-Grímsson. Hann
var prímsigndur maður og blótaði aldrei goð.“ (Ur ópr. fyrirlestri Bjarna Ein-
arssonar, fluttum á Egludegi Félags íslenskra fræða, 7. nóv. 1992.) Talsverðar
líkur eru til þess að klausa þessi hafi verið í sögunni þegar hún var samin en að
ritari Möðruvallabókar, sem stytti gjarnan þá texta sem hann skrifaði upp, hafi
fellt hann niður. Þessi lýsing á Agli setur hann í hóp hinna „göfugu heiðingja"
sem Lars Lönnroth skrifar um („The Noble Heathen: A Theme in the Sagas“,
Scandinavian Studies, Vol. 41 Nr. 1, Feb. 1969) og bendir til þess að prímsign-
ing Egils skipti meira máli en fræðimenn hafa hingað til komið auga á.
40 Afdrif beina Egils skipta hér máli. Þegar landið er kristnað lætur Þórdís flytja
þau í vígðan reit og seinna eru þau sett niður í utanverðan kirkjugarðinn að
Mosfelli, þar sem þau bíða upprisu holdsins á dómsdegi. Greftrun Egils í
vígðum reit væri óhugsandi ef höfundur liti á hann sem heiðingja.
41 Sjá Konungs skuggsjá, Kaupmannahöfn 1920, bls. 253-4: „Nu skallt þu þat
vita at æigi let guð sva firi gefna þæssa synd Dauiði at hann hæfndi æigi æpter