Skírnir - 01.04.1994, Page 141
INGI SIGURÐSSON
Arfleifð upplýsingarinnar
og útgáfa fræðslurita á íslenzku
/. Inngangur
MARKMIÐ ÞESSARAR greinar er að kanna mikilvægan þátt í arfleifð
upplýsingarinnar, hinnar fjölþjóðlegu hugmyndastefnu, meðal Is-
lendinga. Helztu rannsóknarspurningarnar eru þær, hversu skýrt
samhengi sé í viðhorfum og framkvæmdum Islendinga á sviði
fræðsluritaútgáfu allt frá upphafi svokallaðrar upplýsingaraldar,
þ.e. um 1770, til samtímans og hve mikilvæg arfleifð upplýsingar-
innar hafi verið að þessu leyti. Með fræðsluritum á ég við rit, sem
beinlínis áttu að stuðla að menntun almennings, og fjalla ég í því
viðfangi fyrst og fremst um rit, er ekki voru samin sem kennslu-
bækur. Fyrst verður tekið til meðferðar, hve mikinn hlut í al-
þýðumenntun upplýsingarmenn ætluðu útgáfu fræðslurita. Þar
koma vitaskuld jafnframt til athugunar viðhorf upplýsingar-
manna til skólahalds og heimafræðslu. Síðan fjalla ég um megin-
drætti í útgáfusögu fræðslurita með það fyrir augum að leiða í
ljós, hve náið samhengi er í viðhorfum íslenzkra upplýsingar-
manna og íslendinga af næstu kynslóðum til þess, hve mikilvæg-
ur þáttur í alþýðumenntun útgáfa fræðslurita eigi að vera. I þess-
ari umfjöllun skipti ég tímabilinu frá lokum upplýsingaraldar,
sem telst vera á fjórða áratugi 19. aldar, til samtímans í þrjú styttri
skeið. Ákveðin tímamót urðu um 1880 og aftur um 1940, en í
báðum tilvikum jókst útgáfa fræðslurita verulega og varð fjöl-
breyttari.
Rúmsins vegna hlýtur umfjöllunin að takmarkast við megin-
atriði viðfangsefnisins og valin dæmi.
Um fyrri rannsóknir á þessu sviði er það að segja í fáum orð-
um, að talsvert hefur verið ritað um þátt útgáfu fræðslurita í
Skírnir, 168. ár (vor 1994)