Skírnir - 01.04.1994, Síða 142
136
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
menntastefnu íslendinga á upplýsingaröld,1 en sögu þessa þáttar í
menntasögu Islendinga eftir þann tíma hefur lítt verið sinnt
skipulega til þessa.
II. Upplýsingaröld
Fram að upplýsingaröld miðuðust hugmyndir Islendinga um al-
þýðufræðslu nær eingöngu við það, að almenningi væri kleift að
meðtaka kristindómsfræðslu. Þá var litið á læsi sem lykil almenn-
ings að kristindómi. Það var og sérstætt, borið saman við önnur
lönd, þar sem prentsmiðjur höfðu verið sett á fót þegar á 16. öld,
að mjög lítið hafði verið prentað um veraldleg efni, er komið var
fram á síðari helming 18. aldar. Þáttaskil í útgáfu rita um þau efni
á íslenzku urðu með tilkomu Hrappseyjarprentsmiðju árið 1773
og útgáfu fræðslurita í Kaupmannahöfn um svipað leyti.
Fræðsluefni af þeim toga hafði löngum gengið í einhverjum mæli
manna á milli í handritum, en ekki var um markvissa fræðslu-
starfsemi að ræða.
Alþýðufræðsla var grundvallarþáttur í upplýsingunni sem
fjölþjóðlegri hugmyndastefnu, þar eð litið var svo á, að áhrif um-
hverfisins á mótun hvers einstaklings væru mjög sterk og hann
myndi beinast inn á réttar brautir, veg dyggðarinnar, ef hann nyti
rétts uppeldis og réttrar fræðslu. Islenzkir upplýsingarmenn::'
reyndu að hafa áhrif á mörgum sviðum, en misjafnt var, hve mik-
ill árangur af starfi þeirra var, þótt margir væru þeir embættis-
menn. Þar sem íslenzkir upplýsingarmenn höfðu verri aðstöðu og
1 Hér skulu nefndar eftirtaldar ritsmíðar frá síðustu áratugum: Helgi Magnússon:
„Fræðafélög og bókaútgáfa.“ Ingi Sigurðsson (ritstj.): Upplýsingin á Islandi.
Tíu ritgerðir. Rv. 1990, s. 183-215. - Loftur Guttormsson: „Bókmenning á
upplýsingaröld. Upplýsing í stríði við alþýðumenningu." Þuríður J. Kristjáns-
dóttir (ritstj.): Gefið og þegið. Afmælisrit til beiðurs Brodda Jóhannessyni sjö-
tugum. Rv. 1987, s. 247-289. - Loftur Guttormsson: „Fræðslumál." Upplýsing-
in á íslandi, s. 149-182. - Ólafur Pálmason: Magnús Stephensen og bókmennta-
starfsemi hans. Magistersritgerð í íslenzkum fræðum við Háskóla Islands 1963.
* Ekki er sjálfgefið, hverja telja ber til íslenzkra upplýsingarmanna. Ljóst er, að
telja má til þess hóps þá menntamenn, sem áttu hlut að því, að bókaútgáfa um