Skírnir - 01.04.1994, Page 143
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
137
minni völd en upplýsingarmenn í mörgum öðrum löndum, vegna
stöðu Islands sem hjálendu Danmerkur, var eðlilegt, að upplýs-
ingarstarf þeirra beindist enn meira en gerðist yfirleitt að fræðslu-
málum. Hér er og á það að líta, að dönsk stjórnvöld voru áhuga-
söm um alþýðufræðslu meðal Islendinga á síðari helmingi 18.
aldar, ekki sízt um búnaðarefni. Sést þetta m.a. í því, að dönsk
stjórnvöld létu á áratuginum 1770-1780 dreifa fræðsluritum um
búnaðarefni ókeypis til Islendinga. Gætir í þessu áhrifa upplýs-
ingarinnar.
Þegar fjallað er um viðhorf og framkvæmdir Islendinga á upp-
lýsingaröld á sviði útgáfu fræðslurita, verður að hafa í huga, að
þeir töldu takmarkaða möguleika á því að halda skóla fyrir al-
þýðu. Ymsir þeirra voru á hinn bóginn áhugasamir um umbætur
á latínuskólahaldi. Má þar nefna Magnús Stephensen, Stefán Þór-
arinsson, Baldvin Einarsson og Tómas Sæmundsson. Þeir vildu
breyta latínuskólanámi á þann veg, að þeir, sem útskrifuðust úr
skóla og gerðust prestar, gætu orðið sannir alþýðufræðarar. En
að þeirra mati hlaut grunnfræðsla alþýðu að vera heimafræðsla,
að sönnu undir eftirliti presta, svo sem verið hafði. Aherzluþættir
voru hefðbundnir, fræðsla í kristindómi og lestrarkennsla, og
voru þessir tveir þættir samtvinnaðir. En þótt þessir upplýsingar-
menn kysu, að hlutverk presta í fræðsluefnum yrði víðfeðmara en
tíðkazt hafði, töldu þeir, að alþýða manna yrði að mestu leyti að
afla sér fræðslu með lestri heppilegra rita. Athyglisvert er, að
Stefán Þórarinsson og Tómas Sæmundsson lögðu áherzlu á, að
komið yrði upp bókasöfnum og lestrarfélögum, undir umsjón
presta, sem almenningur hefði aðgang að. Þeir gerðu sér grein
veraldleg efni hófst í stórum stíl meðal íslendinga. Vandinn er meiri, þegar
ákvarða skal, hvaða íslenzkir menntamenn, sem uppi voru nálægt lokum þess
skeiðs, sem hefðbundið er að kalla upplýsingaröld, geta kallazt upplýsingar-
menn. Hér verður við það miðað, að Baldvin Einarsson og Tómas Sæmunds-
son tilheyri þeim hópi manna, en Jón Sigurðsson ekki. Greina má skýr áhrif
stefnunnar í hugmyndafræði hans, en sterk áhrif frjálslyndisstefnu (sem að
sönnu er að hluta til runnin frá upplýsingunni) á hann skipta hér miklu máli. -
Sjá m.a. um sögu upplýsingarinnar á íslandi: Ingi Sigurðsson: „Upplýsingin
og áhrif hennar á íslandi." Upplýsingin á íslandi, s. 9—42.