Skírnir - 01.04.1994, Qupperneq 144
138
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
fyrir, að vegna fátæktar alþýðufólks var ekki hægt að ætlast til, að
það keypti margar bækur um veraldleg efni.2
Þessu viðhorfi til alþýðufræðslu fylgdi tröllatrú á áhrif bók-
lestrar. Er það í samræmi við áðurnefnda skoðun upplýsingar-
manna, að áhrif umhverfis vægju mikla þyngra en erfðir í mótun
hvers einstaklings; um þetta efni hefur raunar verið deilt síðan á
tímum Forn-Grikkja. Mikilvægi bóklestrar er reifað á skemmti-
legan hátt í formála Hannesar Finnssonar að Kvöldvökunum
1794. Þar andmælir hann þeim, sem segja, að siðbótarbækur, eins
og hann orðar það, séu til einskis, veröldin batni ekki við slíkar
bækur. Þótt óvíst sé, að áhrif bókar hans birtist strax, kunni
„samt eptirá ad koma þad gæfusamlegt augabragd, ad hid lesna
edur heyrda ord rifiest upp aptur fyrir einhvorium lesanda edur
heyranda, og þá verdi það honum upporfun til nockurs góds, svo
eg enn þá lifi í gódri von, ad minn tilgángur ecki detti aldeilis
botnlaus nidur, sá, undir eins [þ.e. í senn] ad skémta og betra ein-
hvorn".3
Það fylgdi trúnni á mátt bóklestrar, að upplýsingarmenn
töldu lestrarefni, sem þeim var ekki að skapi, afar skaðvænlegt.
Skýrir þetta að hluta, hve harðar árásir þeirra voru á hefðbundið
skemmtilestrarefni íslenzkrar alþýðu, svo sem rímur og sögur
ýmsar og yfirleitt allt efni, sem talið var blandið hjátrú. Hinu nýja
efni, sem upplýsingarmennirnir vildu koma á framfæri, var ein-
mitt ætlað að ryðja burt gamalgrónu efni af veraldlegum toga.
Utgáfa fræðsluefnis, sem íslenzkir upplýsingarmenn stóðu að,
var fyrst og fremst hugsuð sem risavaxið átak í fullorðinsfræðslu,
jafnframt því sem þeir gáfu útgáfu fræðandi rita fyrir börn og
unglinga nokkurn gaum. Þar höfðu þeir nærtækar fyrirmyndir
meðal erlendra upplýsingarmanna, einkum danskra og þýzkra. I
Danmörku var gefið út geysimikið af fræðsluritum á hinni ís-
2 Stefán Þórarinsson: „Hugleidíngar um Hiálpar-medol til ad útbreida Bók-
lestrar-lyst á Islandi ...“ Rit þess Konúngliga Islenzka Lœrdóms-lista Félags,
13. b. Kh. 1794, s. 237-250. - Tómas Sæmundsson: Island fra den intel-
lectuelle Side betragtet. Kbh. 1832, s. 10-11.
3 Hannes Finnsson: „Til Lesenda og Heyrenda Bókarinnar." Hannes Finnsson,
útg.: Qvold-vakurnar 1794. Fyrri parturinn. Leirárgörðum 1796, s. ix.