Skírnir - 01.04.1994, Side 147
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
141
Grasafrœði eftir Odd Hjaltalín og svo Islenzk sagnablöð og
Skírni, þar sem birtust rækilegar yfirlitsritgerðir um erlenda við-
burði.
Að Magnúsi Stephensen gengnum hvatti Tómas Sæmundsson
til þess, að Islendingar tækju upp merki hans og hæfu útgáfu
fræðslurita fyrir almenning í stórum stíl. Benti hann á ýmis er-
lend rit, sem tilvalið væri að þýða á íslenzku og gefa út.9 Tómas
og félagar hans sýndu fræðsluáhuga sinn í verki með því að birta
talsvert fræðsluefni í Fjölni; var það í samræmi við þá áherzlu,
sem þeir lögðu á nytsemi, í anda upplýsingarinnar.
Það er svo athyglisverður þáttur í umræðum um útgáfu
fræðslurita, að tveir íslenzkir upplýsingarmenn, Stefán Þórarins-
son og Tómas Sæmundsson, reifuðu hugmyndir um, að gefið
yrði út nokkurs konar alfræðirit fyrir íslenzka alþýðu. Stefán
taldi mikilvægt, að gefin yrði út ein bók „til gagns og upp-
byggíngar alþýdu-fólksins, er kalladiz Almúgans-frædari, eda
Frædi-safnari fyrir almúgann, á þann hátt, sem bædi Danmork og
fleiri lond hafa nú giort".10 Tómas setti fram þá hugmynd, að gef-
ið yrði út alfræðaritsafn í mörgum bindum, og yrði einu fræða-
sviði gerð skil í hverju bindi. Hann áleit heppilegt, að árlega
kæmu út eitt eða tvö bindi í ritsafni þessu, og þegar útgáfu þess
væri lokið, eftir tuttugu ár eða svo, ætti að hefjast handa um end-
urskoðaða útgáfu. Hann taldi áðurnefnt rit um landafræði, sem
Bókmenntafélagið gaf út, geta verið fyrirmynd rita í alfræða-
ritsafninu um önnur fræðasvið.* 11
III. Tímabilið frá lokum upplýsingaraldar til um 1880
Hér kemur fyrst til athugunar, að þetta tímabil var ekki ýkja við-
burðaríkt, hvað varðar skólahald fyrir alþýðu. Eftir miðja öldina
var að sönnu farið að efna að marki til barnaskóla í þéttbýli, og
9 Tómas Sæmundsson: „Bókmentirnar íslendsku." Fjölnir, 5. ár. Kh. 1839, s.
113-114.
10 Stefán Þórarinsson: „Hugleidíngar um Hiálpar-Medal til ad útbreida Bók-
lestrar-lyst á Islandi," s. 238.
11 Tómas Sæmundsson: Islandfra den intellectuelle Side betragtet, s. 15.