Skírnir - 01.04.1994, Qupperneq 149
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
143
ársins 1911, þegar Kaupmannahafnardeildin var lögð niður, en
Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn var stofnað í kjölfar
þess. Jón Sigurðsson kemur mjög við þessa sögu. Arið 1837 lagði
hann, þá kornungur maður, fram tillögu á fundi í Hafnardeild,
sem samþykkt var, um, að deildin gæfi út safn alþýðlegra
fræðslurita, og komu út nokkur rit af slíku tagi fram um miðja
öldina, þ.á m. Lœkningakver eftir Jón Hjaltalín og Um túna og
engja rækt eftir Gunnlaug Þórðarson. Sem forseti deildarinnar
hátt á þriðja áratug mótaði Jón að sjálfsögðu mjög útgáfustefnu
hennar. A því skeiði var mest áherzla lögð á stórvirki á sviði ís-
lenzkra fræða í víðum skilningi. Má þar nefna Islenzkt fornbréfa-
safn, Biskupa sögur og safn fjölbreyttra fræðilegra ritgerða í Safni
til sögu Islands og íslenzkra bókmennta að fornu og nýju. Reykja-
víkurdeildin, sem hóf ekki bókaútgáfu fyrr en árið 1846, gaf og út
allnokkur alþýðleg fræðslurit. Þar á meðal voru bækur Páls Mel-
steðs um mannkynssögu, sem nutu mikilla vinsælda, og, í lok
tímabilsins, safn þriggja þýddra smárita, Stafróf náttúruvísind-
anna, um náttúrufræðileg efni.
A þessu skeiði var það fyrst og fremst Bókmenntafélagið, sem
hélt uppi merki upplýsingarmanna á sviði fræðsluritaútgáfu. En
þær raddir heyrðust, að félagið hefði ekki sinnt þessum þætti í
starfsemi sinni nógsamlega. Slíkar skoðanir komu m.a. fram hjá
Benedikt Sveinbjarnarsyni Gröndal14 og Magnúsi Stephensen,
síðar landshöfðingja, sem var forseti Reykjavíkurdeildar félagsins
um sjö ára skeið.15 Viðhorf Magnúsar á þessu sviði sverja sig
nokkuð í ætt við viðhorf afabróður hans og alnafna, Magnúsar
dómstjóra. Sú gagnrýni, að Bókmenntafélagið léti alþýðufræðslu
minna til sín taka en skyldi, átti þátt í því, að Reykjavíkurdeildin
ákvað árið 1879 að stofna Tímarit Hins íslenzka bókmenntafé-
lags, að tillögu Gríms Thomsens. Því var m.a. ætlað að birta al-
þýðlegar fræðslugreinar um fjölmörg svið, og var vitnað til Rita
14 Benedikt (Sveinbjarnarson) Gröndal: [Aðfaraorð]. Gefn, 1. ár. Kh. 1870, s.
7-8.
15 Sjá [Matthías Jochumsson]: [Ársfundur Reykjavíkur deildar bókmentafélags-
ins]. Þjóðólfur, 31. ár, 19. tbl. Rv. 1879 (12. júlí), s. 74-75.