Skírnir - 01.04.1994, Page 151
SKÍRNIR
ARFLEIFÐ UPPLÝSINGARINNAR
145
stærsta rit með fjölbreyttu fræðsluefni, sem íslendingar höfðu
gefið út til þess tíma. Athyglisvert er það, sem Þórarinn segir um
markmið útgáfunnar í formála, þar sem hann vísar til hinnar
dönsku fyrirmyndar:
[...] varð jeg að álíta það mjög æskilegt, að almúgamenn á Islandi hefðu
líka bók, þar sem ágrip væri af almennum fræðum, og það því fremur,
sem hjer er skortur á slíkum bókum, og engir alþýðuskólar, en Islend-
ingar að hinu leytinu flestum þjóðum leiknari í því að kenna sjer sjálfir.
Það er tilgangur slíkra bóka, að þar sje safnað á einn stað hinu helzta
er þykir hæfa að vita.19
Síðan segir Þórarinn: „Jeg hefi viljað láta allt miða til þess að efla
það sem er lífsins aðall, sanna menntun: þekkingu og siðgæði. I
fyrsta kaflanum er að vísu stráð innanum nokkru gamni, en að-
eins í þeim tilgangi að leiða ungmenni til að lesa það sem alvar-
legra er Líkingin við yfirlýst fræðslumarkmið upplýsing-
armanna er hér augljós. Lestrarbók handa alþýðu á Islandi naut
mikilla vinsælda, og er greinilegt, að góður markaður var fyrir rit
af þessu tagi.
Sú skoðun, að menningarstig íslenzkrar alþýðu væri hátt og
henni hentaði því vel að afla sér fróðleiks af bókum, birtist hjá
ýmsum höfundum á þessu skeiði. Þetta sjónarmið kemur m.a.
fram hjá Benedikt Sveinbjarnarsyni Gröndal, í aðfaraorðum að
Gefn. Þar segir: „ef nokkur þjóð er til í heiminum sem ekki
einúngis hefir þörf á bókum, heldur og einnig er fær um að færa
sér bækur í nyt, þá eru það Íslendíngar."21
IV. Tímabilið frá um 1880 til um 1940
Þetta tímabil var mikið breytingaskeið í alþýðufræðslu á Islandi.
Þar má nefna setningu laga um kennslu í skrift og reikningi, sem
tóku gildi árið 1880, stofnun fjölmargra barnaskóla og sérskóla
19 Þórarinn Böðvarsson: Lestrarbók handa alþýðu á Islandi. Kh. 1874, s. iii.
20 Sama rit, s. iii-iv.
21 Benedikt (Sveinbjarnarson) Gröndal: [Aðfaraorð], s. 4.