Skírnir - 01.04.1994, Síða 152
146
INGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
og fræðslulögin 1907, sem fólu í sér skipulagt barnaskólastarf um
allt land, og síðar stofnun héraðsskóla. Tengdust þessi nýmæli
breytingum á þjóðfélagsgerðinni, þ. á m. vexti þéttbýlisstaða.
Þrátt fyrir þessar breytingar á alþýðufræðslu var sú skoðun enn
mjög ofarlega á baugi, að alþýða manna hlyti að miklu leyti að
afla sér bóklegrar þekkingar með sjálfsnámi, þ.e. með lestri góðra
bóka. Var enda oft kvartað yfir skorti á góðum fræðsluritum við
hæfi almennings. Það er raunar athyglisvert, að í umræðum um
frumvarp til fræðslulaga 1907 kom það sjónarmið fram hjá ýms-
um þingmönnum, að heimafræðsla með hefðbundnum hætti væri
hentugra fræðsluform en það skólahald, sem gert var ráð fyrir í
frumvarpinu. I áherzlu á mikilvægi heimafræðslu, jafnt á þessu
skeiði sem fyrr og síðar, speglast trú á gildi hins hefðbundna sam-
félags. Ákveðin afstaða til þjóðfélagsgerðarinnar felst í því að
telja, að grunnfræðsla, veitt á heimilum, og síðan sjálfsnám með
lestri góðra bóka geti veitt almenningi þá bóklegu þekkingu, sem
hann þurfi á að halda. En aðrir menn, sem framarlega stóðu í um-
ræðu um þjóðmál og menningarmál, lögðu áherzlu á, að barna-
fræðsla þyrfti að vera vel skipulögð, til þess að sjálfsnám gæti
gagnazt fólki sem skyldi.
Á þessu tímabili átti sér stað talsverð umræða um útgáfu al-
þýðlegra fræðslurita, og allmikið var gefið út af slíkum ritum.
Sem dæmi um umræðu íslendinga nálægt aldamótum um þess
konar útgáfu skal vísað í fyrirlestrana „Hugleiðingar um alda-
mótin“, sem Þorvaldur Thoroddsen birti árið 1901. Þar segir
m.a.: „Islenzka alþýðu vantar mjög góðar alþýðubækur og ætti
þing og stjórn að sjá um, að úr því bættist; það þyrfti ekki að
kosta mikið; nokkurar þúsund krónur til Þjóðvinafélagsins á ári
gætu bætt úr hinum mesta skorti, og væri því fé vel varið. Þjóð-
vinafélagið hefir prentað ágæt rit, en þau eru of fá.“22 Síðan segir
Þorvaldur:
22 Þorvaldur Thoroddsen: „Hugleiðingar um aldamótin. Tveir fyrirlestrar.“
Andvari, 26. ár. Rv. 1901, s. 38.